KVENNABLAÐIÐ

Blake Lively hættir að fylgja eiginmanninum, Ryan Reynolds, á Instagram

Þau eru svo sannarlega eitt af uppáhaldspörum margra í Hollywood. Þau virðast alltaf hamingjusöm, stríða hvort öðru óspart og eiga tvö börn saman. Þrátt fyrir þetta eru þau stöðugt undir smásjá allra sem vilja fá innsýn inn í hjónaband leikaraparsins Blake Lively og Ryan Reynolds.

Blake, sem er þrítug og skaust upp á stjörnuhimininn í þáttunum Gossip Girl, eyddi nýlega hverri einustu mynd af Ryan á Instagramminu sínu og hætti að fylgjast með honum. 20 milljón aðdáenda voru skelfingu lostnir – er úti um hjónabandið?

Auglýsing

Blake setti þó eina setningu undir mynd: „Hvað kom fyrir Emily?“ Það sem þetta þýðir er að Blake var að kynna nýju myndina sína, A Simple Favor, sem hún leikur í ásamt Önnu Kendrick. Er myndin um konu að nafni Emily Nelson sem Blake leikur og hverfur hún á dularfullan hátt úr litlum bæ.

Auglýsing
Leikstjórinn er Paul Feig og er þessi þriller frumsýndur um miðjan september 2018.
Nú er Blake aðeins að fylgja konum á Instagram að nafni Emily Nelson.
Konur sem bera það nafn ahfa verið upp með sér og sumir hafa reynt að breyta nafni sínu í Emily Nelson til að Blake fylgi þeim á Instagram!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!