KVENNABLAÐIÐ

Rihanna heimsækir tengdaforeldrana í Sádí-Arabíu

Söngdívan Rihanna ákvað að kynna snyrtivörulínuna sína Fenty í Sádí-Arabíu á dögunum: „Það gaf henni afsökun til að eyða tíma í landinu og hitta fjölskyldu og vini kærastans Hassan Jameel. Einnig vildi hún sýna þeim að hún væri klók í viðskiptum,“ segir vinur söngkonunnar í viðtali við Radar.

Auglýsing

Hin þrítuga söngkona fór að hitta Hassan (37) fyrir ári síðan og eru þau tvö óaðskiljanleg. Hann hefur tekið virkan þátt í hennar lífi og nú vill hún gera slíkt hið sama með honum. Vinurinn segir: „Hún vill gjarna fræðast meira um heimaland hans og uppruna.“ Margt bendir til þess að Hassan geti verið „sá eini.“

Auglýsing

„Þetta samband er ólíkt öllum sem hún hefur áður verið í. Það kæmi mér ekki á óvart að þau myndu tilkynna trúlofun sína á næstunni,“ segir hann að lokum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!