KVENNABLAÐIÐ

DJ Avicii tók sitt eigið líf

Nú hefur komið í ljós að Tim Bergling, sænski plötusnúðurinn sem gekk undir nafninu DJ Avicii og var elskaður og dáður af mörgum út um allan heim, framdi sjálfsvíg. Dánarorsök var blóðtap, samkvæmt TMZ.

Tim hafði verið afar þunglyndur og átt við ýmis heilsufarsleg vandamál að stríða, þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall. Tim átti afar örvæntingarfullt samtal við fjölskyldumeðlim frá Muscat í Oman þann 20. apríl síðastliðinn, en sá aðili lenti í landinu og náði ekki til hans fyrr en Tim hafði verið látinn í tvo tíma – tekið sitt eigið líf. Þessi aðili hafði svo miklar áhyggjur að hann ferðaðist tafarlaust til Oman en hann var of seinn. Hafði Tim skorið sig með glerbroti brotinnar vínflösku og honum blæddi út.

Auglýsing

av33

Auglýsing

Tim hafði hætt tónleikaferðalögum árið 2016 vegna andlegra og líkamlegra veikinda eins og kunnugt er.

Í síðustu viku hafði fjölskylda Tims komið fram og sagt að hann „hafði ekki getað haldið áfram og þráði frið.“ Andleg heilsa hans hafði verið slæm, en í Oman varð hann verri, segir heimildarmaður náinn fjölskyldunni í viðtali við Daily Mail.

Avicii hafði verið í sambandi við tékknesk-bandarísku fyrirsætuna Tereza Kačerová, og hafði gengið syni hennar í föðurstað.

av2

Tereza hafði birt afar hjartnæmt bréf á Instagram þar sem þau vildu eignast börn saman: „Við kláruðum aldrei Harry Potter maraþonið – þú sást mig aldrei fá áfall þegar Snape dó. Ég sagði þér aldrei að dóttir okkar YRÐI að heita Serafina. Þú kláraðir aldrei tattooið á framhandlegg þínum þannig að andlit mitt og þitt yrði fullklárað. Ég þurfti alltaf að halda sambandi okkar leyndu því ég vildi að það væri OKKAR og okkar bara. Ég vildi ekkert hafa með frægðina að gera.“

Tim, að eigin sögn, hafði ekkert með peningana sem hann þénaði að gera og ráðstafaði þeim að miklu leyti til góðgerðamála.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!