KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner og Sophia Hutchins ætla að ganga í það heilaga

46 ára aldursmunur er á Caitlyn Jenner og Sophia Hutchins, en það virðist ekki hindra þær í að hugsa um hjónaband. Catilyn hefur oft haldið því fram að þær séu „bara vinkonur“ og hefur lýst sambandinu sem „mæðra-dætra“ sambandi, en þær hafa í raun búið saman síðan í júní 2017.

Cait er 68 ára og Sophia 21 árs. Eru þær báðar transkonur. Ef þær myndu ganga í það heilaga væri það fyrsta hjónaband Sophie en hið fjórða fyrir Caitlyn. Fyrir kynleiðréttinguna gekk Cait í hjónaband sem Bruce – með Chrystie Crownover árið 1972, Linda Thompson árið 1981 og auðvitað Kris Jenner árið 1991.

Auglýsing

Caitlyn á sex börn – tvö með hverri konu og var stjúpfaðir barna Kris, þeirra Kourtney, Kim, Khloe og Rob Kardashian. Vinur Caitlyn segir í viðtali við tímaritið Heat: „Cait sér sig í framtíðinni með Sophiu. Hún missti stuðningsnetið þegar upp komu deilur við fyrrum fjölskylduna og nú er Sophia eina manneskjan sem hún getur treyst á.“

Auglýsing

Fyrr á árinu sagðist Caitlyn hafa leitað til Sophiu þegar of heitt varð í kolunum milli hennar og Kardashian fjölskyldunnar í kjölfar bókarinnar sem Caitlyn gaf út og innihélt ekki fallegar lýsingar um hennar fyrrverandi, Kris, eða fjölskylduna.

Heimildarmaðurinn segir: „Cait er alger útlagi þessa stundina. Hún hefur misst marga vini í LGBT samfélaginu þar sem hún hefur stutt Donald Trump. Hún var að vonast til að geta átt gott samband við Khloe og Kim þar sem þær eiga bæði nýjar dætur en því miður hefur hún ekki hitt þær. Hún hefur heldur ekki fengið að eyða miklum tíma með Stormi (dóttir Kylie Jenner sem fæddist í febrúar). Hún vill félagsskap og var í raun alein þar til hún hitti Sophiu.“

Caitlyn og Sophia búa saman, eins og áður sagði, í húsi Caitlyn í Malibu. Eru þær að undirbúa brúðkaup sem á að vera haldið í rólegheitum þar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!