KVENNABLAÐIÐ

Hagnýt ráð fyrir þá sem hyggjast versla í Primark!

Ah, Primark. Fataverslunin sem margir Íslendingar hreinlega dýrka. Ef þú hyggst versla í Primark næst þegar þú ferð erlendis eru hér frábær ráð fyrir verslunarglaða Íslendinga. Það er nefnilega svo að jafnvel hinn áhugasamasti kaupandi getur endað á því að vera alveg búinn á því eftir ferð í verslunina.

Aðdáendur Primark vita sennilega af sumum þessara ráða, en ef þú ert ný/nýr í verslunarham er ekki úr vegi að kíkja á þessi:

Auglýsing

Best er að versla í Primark á morgnana, eða klukkutíma fyrir lokum (kl. 18 eða 19). Föstudagsmorgnar eru sennilega bestir, forðastu að versla á laugardögum og sunnudögum.

Reyndu að læra hvað er á hverri hæð. Svona til að halda geðheilsunni í lagi. Þannig getur þú skipulagt þig betur og farið beint á þá hæð til að finna það sem þú leitar að.

Primark er í raun ekki ný búð. Fyrsta búðin opnaði í Dublin árið 1969.

Lærðu litakóðana og MUNDU að það er ekki nóg að kíkja á herðatréð. Sérstaklega er gott að athuga límmiðana ef þú ert að leita á slá sem er svo full af fötum að þú sérð ekki merkið.

Fjólublár – stærð 6

Blár – 10

Grænn – 12

Gulur – 14

Rauður – 16

Verslanir Primark eru með mátunarklefa. Það eru ekki allir sem vita það!

Passaðu þig á tilboðunum. Þrátt fyrir að þú sért að kaupa eitthvað á „aðeins“ eitt pund eða eina evru getur þú samt fengið sjokk þegar reikningurinn er kominn upp í 100…eða 200 pund eða evrur. Hafðu ekki áhyggjur samt – við höfum ÖLL lent í því!

Ekki láta langar biðraðir hræða þig. Biðraðirnar sýnast langar, já – en það eru margir að afgreiða á hverri hæð fyrir sig þannig afgreiðslan gengur hraðar fyrir sig en þig grunar.

Primark býður afslátt á gallaðri vöru. Athugaðu að þú þarft samt sjálf/ur að biðja um hann á kassanum. Hann er ekki gefinn nema þú bendir á það.

Auglýsing

Starfsfólk Primark fær ekki afslátt af fötunum í versluninni.

Ef þú þarft að skila vöru eru sérstakir kassar bara til þess. Þeir eru oftast staðsettir á efstu hæðinni. Þar er einnig oftast þjónusta fyrir viðskiptavini (customer service).

Oft má finna afsláttarrekka með fötum á miklum afslætti.

Þú þarft ekki alltaf að þiggja bréfpoka. Ef þeir eru til mun starfsfólkið láta þig fá plast í staðinn (sem er sérlega þægilegt ef rignir úti).

Primark verslanir eru opnar alla daga vikunnar, á sunnudögum oftast frá 10-16.

Það eru meira en 350 Primark verslanir um allan heim.

Ef þú sérð eitthvað sem þér líkar, skaltu kaupa það strax. Vörur í Primark koma ekki endilega aftur, þannig langur umhugsunartími er þér sennilega ekki í hag.

Mátaðu fötin. Það er ekkert sérstaklega spennandi að koma heim og átta sig á að eitthvað (og kannski margt) passar manni ekki.

 

Í Bretlandi eru meira en 200 Primark búðir
Í Bretlandi eru meira en 200 Primark búðir

 

Förðunardeild Primark er í raun alveg frábær. Bjútíbloggarar versla mikið þar. Við mælum með augnskugga og „highlighter“ pallettunum.

Forðastu verslunina á seinnipart laugardags. Það er versti tími vikunnar.

Ef þú klæðist náttfötum eru Primark náttfötin oftast æðisleg. Þau eru einnig frábærar gjafir.

Þú getur fundið hundruðir flíka sem eru eftirlíkingar frægra hannaða. Jakkar, skór og töskur sem eru næstum alveg eins og upprunalega gerðin…bara miklu ódýrari.

Skoðaðu Instagramsíðu Primark. Þegar Primark bætir við nýrri línu geturðu séð hana þar áður en þú verslar – @primark

Stærsta Primark búðin mun verða opnuð í Birmingham, Englandi í desember. Mundu það fyrir jólin!

Það eru engin salerni í Primark sem viðskiptavinir geta notað. Best er að létta á sér áður en verslað er.

Þú getur einnig verslað Primark vörur á netinu! Primark.com Þannig þarftu aldrei að bíða í röð…

Góða skemmtun!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!