KVENNABLAÐIÐ

Stærsta Primark búð í heimi opnar í vikunni: Myndir

Hárgreiðslustofa og Disney kaffihús fyrir börnin: Myndir hafa nú birst af stærsta vöruhúsi Primark hingað til sem opnar í Birmingham, Bretlandi í vikunni. Þar verður boðið upp á gríðarlegt úrval fatnaðar eins og áður, en þú getur líka farið í klippingu og á stórskemmtilegt kaffihús með Disney-þema.

pr2

Auglýsing

pr4

Nokkrir fengu að kíkja á vöruhúsið, s.s. fjölskylda og vinir starfsfólksins og hafa þau sent myndir af herlegheitunum.

pr8

Einn sagði: „Það er engu til sparað. Þetta er miklu betra en gamla búðin í Birmingham. Nýja kaffihúsið er meira að segja með gagnvirkum borðum fyrir börnin að leika sér.“

Auglýsing

pr9

pr5

Í miðjunni má sjá risastór skilti þar sem stendur m.a. Amazing fashion, Amazing prices.“

pr3

Hægt er að prenta út á stuttermaboli í búðinni það sem fólk óskar.

pr6

32 mátunarklefar eru í búðinni og frítt WiFi. Ekkert mál er að skipta eða fá endurgreitt og eru sérstök afgreiðsluborð til þess.

Nýja búðin opnar á High Street þann 11. apríl klukkan 10. Gamla Primark búðin á New Street lokar þann 10 apríl.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!