KVENNABLAÐIÐ

Gleypti smápening og missti röddina í 12 ár

Marie McCreadie var aðeins 13 ára gömul þegar hún missti röddina. Læknar töldu að um einhvern sjaldgæfan vírus væri að ræða.

12 árum seinna var Marie afar undrandi þegar uppgötvað var að skyndilegt raddleysi hennar var gamalli smámynt að kenna þar sem hún gleypti hana. Festist hún milli raddbandanna og orsakaði að þau titruðu ekki og mynduðu hljóð.

Auglýsing

Marie McCreadie hefur öðlast frægð á ný, því hún er nýbúin að gefa út bókina Voiceless þar sem hún fer í smáatriðum í það áfall að missa röddina og fá hana á ný eftir 12 löng ár.

Marie – þá Heffernan – var 13 ára þegar hún missti röddina árið 1972. Læknar töldu að um slæmt tilfelli af bronkítis væri að ræða eða vírus. Marie hafði að vísu bronkítis, en þegar hún læknaðist kom röddin ekki aftur. Hún kom ekki upp einu einasta hljóði. Læknar gátu ekkert fyrir hana gert og sögðu henni bara að fara aftur í skólann og halda áfram með líf sitt…mállaus.

Að sjálfsögðu var Marie ringluð og hrædd og foreldrar hennar vissu ekki hvað gera skyldi heldur, a.m.k. ekki til að byrja með. Sem betur fór fundu Marie og vinir hennar leiðir til að eiga í samskiptum með því að skrifa miða til hvors annars og gerði það líf hennar eilítið bærilegra. Röddin kom ekki aftur en viðbrögð krakkanna voru ekki jafn slæm og kennaranna.

Marie gekk í St Anne – kaþólskan skóla í Dapto, Ástralíu. Í stað þess að fá samúð var hún lögð í einelti og ásökuð um að vera norn. Einn presturinn sagði við hinar stúlkurnar að skyndilegt raddleysi hennar væri „verk djöfulsins” sem hafði virkileg áhrif á hana í morg ár. Þegar kennararnir töluðu um galdra hlógu Marie og stelpurnar að því, en það hætti að vera fyndið þegar hún var fjarlægð úr bekknum til að geta ekki haft áhrif á hinar stelpurnar.

Auglýsing

Ofbeldið sem hún þurfti að þola í skólanum varð of mikið og hún hætti þegar hún var 14 ára. Hún var í ár heima hjá sér að jafna sig en fór svo að leita að vinnu í Sidney. Henni var sagt að fara og finna eiginmann því það væru engar líkur á að málleysingi eins og hún fengi vinnu. Marie fékk svo aðstoð úr óvæntri átt, frá starfsmanni atvinnumiðluninnar og fór á vélritunarnámskeið. Fór hún þá að vinna sem opinber starfsmaður.

Lífið hélt áfram hjá Marie þar til einn dag, árið 1984, gerðist dálítið merkilegt. Í vinnunni (Marie var þá 25 ára) fékk hún hóstakast. Þetta var eitt af þeim köstum sem maður getur ekki hætt. Hún hljóp á baðherbergið og fór þá að hósta upp blóði. Hún fékk áfall og var brunað með hana á spítala í sjúkrabíl. Þar fannst henni eins og eitthvað væri í hálsinum á sér og það reyndist rétt. Þegar læknarnir skoðuðu hálsinn, var einhver köggull sem var allur í blóði og slími. Eftir að hafa náð kögglinum upp voru læknarnir mjög hissa að finna ástralskan þriggja senta smápening.

Það sem kom enn meira á óvart var þegar myntin var fjarlægð hóf Marie að emja, eitthvað sem hún hafði ekki getað gert í 12 löng ár! Læknarnir ráðlögðu henni að tala ekki í heila viku til að forðast ofálag, en auðvitað gat hún það ekki: „Ég fór að búa til lítil hljóð, gráta, hljóða. Það tók ekki langan tíma þar til ég var farin að tala aftur. Í raun hafði ég aldrei hætt því, ég bjó til hljóðlaus orð,” sagði Marie í viðtali við Metri. „Vandinn var hinsvegar með öndunina. Ég þurfti að læra að anda almennilega til að ýta röddinni út, ég kunni það ekki.”

a mar

Árið 1984 var fréttin út um allt í Ástralíu og í dag spyr fólk enn: „Fórstu aldrei í röntgen? Hvernig gat verið að þetta uppgötvaðist ekki?” Fyrir það fyrsta voru læknarnir aldrei að leita að neinu í hálsinum. En hún fór samt í röntgen. Myntin var föst lárétt milli raddbandanna þannig það var mjög erfitt að sjá það.

Marie man ekkert eftir að hafa gleypt myndina. Það eina sem hana grunar er að myntin hafi verið á botni glass eða flösku og hún hafi gleypt hana án þess að taka eftir því. Það sem var enn furðulegra var að þessi mynt var frá árinu 1959 og hafði ekki verið í umferð í nokkur ár áður en ein endaði í hálsinum á henni!

Ef þú vilt vita meira um þetta furðulega mál má benda á nýútgefna bók Marie McCreadie Voiceless.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!