KVENNABLAÐIÐ

Konunglega brúðkaupið: Hvaða stjörnum verður boðið?

Allur heimurinn mun fylgjast með Harry og Meghan ganga í hjónaband í næsta mánuði. Parið á ýmsa vini og margir eru forvitnir um hverjir munu koma í brúðkaupið. Harry og Meghan eiga að sjálfsögðu marga vini – úr skemmtanabransanum, forréttindafólk og aðra. Þegar Vilhjálmur prins gekk að eiga Kate Middleton fyrir sjö árum síðan var mikið um stjörnur í brúðkaupinu: David og Victoria Beckham, Elton John og Ellie Goulding.

Auglýsing

Gula pressan spáir því að í brúðkaupinu sem fram fer þann 19. maí næstkomandi í Windsor verði stjörnur á borð við Ellie Goulding (sem Harry var reyndar orðaður  við á tímabili) og Joss Stone verði viðstaddar. Kynnir Love Island, Caroline Flack, Natalie Pinkham eru einnig líkleg sem og Sir Elton John sem hefur aflýst tveimur tónleikum þessa sömu helgi.

Meghan er mikil vinkona Made in Chelsea stjörnunnar Millie Mackintosh og mun hún þá sennilega taka unnustann Hugo Taylor með sér.

Tennisstjarnan Serena Williams er góð vinkona Meghan og auðvitað indverska leikkonan Priyanka Chopra.

Harry er ekki skyldugur að bjóða þjóðarleiðtogum en forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður vilja koma.

Harry er góður vinur Obama hjónanna og er líkleg að þau komi. Einnig mun Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, koma og kona hans Sophie.

Auglýsing

Að minnsta kosti 16 manns úr þáttunum Suits er boðið, m.a. Patrick J Adams, Gabriel Macht, Sarah Rafferty og Abigail Spencer. Einnig er höfundi þáttanna boðið, Aaron Korsh.

Harry er góður vinur tveggja fyrrverandi, Chelsy Davy og Cressida Bonas, og fá þær að öllum líkindum boð.

Besti vinur Meghan, Jessica Mulroney, hlýtur að vera á listanum en þær kynntust við gerð þáttanna Suits árið 2011 og er hún eiginlega persónulegur stílisti Meghan. Einnig hefur Jessica starfað sem brúðkaupsskipuleggjandi áður en hún giftist Ben Mulroney – syni fyrrum forsætisráðherra Kanada Brian Mulroney árið 2007.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!