KVENNABLAÐIÐ

Harry býður tveimur fyrrverandi kærustum í brúðkaupið

Harry Bretaprins hefur boðið tveimur fyrrverandi kærustum í brúðkaup sitt og Meghan Markle sem fram fer þann 19. maí næstkomandi. Á gestalistanum eru bæði Cressida Bonas og Chelsy Davy. Vinur Harrys sagði í viðtali við Daily Mail: „Harry hefur alltaf verið góður vinur bæði Chelsy og Cressida svo þeim er báðum boðið. Hann var viss um að það væru engin særindi þegar hann hætti með þeim. Ég held að Meghan sé nokkuð sama.“

Auglýsing

ccc4

Harry og Chelsy

Harry fór að hitta Chelsy sem fædd er í Zimbabwe þegar hún var í heimavistarskóla í Englandi. Hún er menntaður lögfræðingur í dag og voru hún og Harry í sambandi sem gekk þó frekar brösuglega í sjö ár. Þau hættu endanlega saman árið 2011.

Auglýsing

Harry var einhleypur í eitt ár og byrjaði svo með Cressidu, leikkonu og fyrirsætu. Parið kynntist fyrir tilstilli Eugenie prinsessu og voru að hittast í tvö ár.

ccc

Cressida

Þrátt fyrir að samband Harrys við sínar fyrrverandi sé gott er ólíklegt að Meghan bjóði sínum fyrrverandi, Trevor Engleson, í brúðkaupið. Hann er víst með sjónvarpsþætti í bígerð til að græða á sínu fyrrverandi hjónabandi.

Meghan og Trevor voru gift í tvö ár. Eftir ár fór Meghan að leika í Suits og ári seinna voru þau skilin.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!