KVENNABLAÐIÐ

Gwen Stefani og Blake Shelton hætt saman

Gula pressan er búin að vera að spá lengi sambandsslitum tónlistarparsins Gwen Stefani og Blake Shelton. Nú virðist það hafa gerst og Blake hætti með henni, samkvæmt Life&Style. Gerðist það áður en Blake fór í tónleikaferðalag í febrúar, og virðist Gwen ekki taka því vel: „Gwen veit ekki hvað gerðist. Hún er í algeru rusli,“ segir nafnlaus vinur parsins.

Auglýsing

Gwen er þó enn að pósta myndum af sér og Blake á samfélagsmiðlum. Segja kunnugir að það sé vegna þess hún neitar að horfast í augu við sannleikann: „Hún heldur áfram að senda honum myndir og stuðning meðan hann er að túra. Sannleikurinn er hinsvegar sá að hann vill ekki vera í neinu sambandi við hana.“ Blake hefur ekki brugðist við neinum af þeim myndum sem hún póstar.

a gww

„Blake er búinn að fá nóg af afbrýðisemi og drama – hún er mjög kröfuhörð, fyrrverandi eiginmaðurinn er mjög gagnrýninn og afskiptasamur og hún er mjög afbrýðisöm út í sambönd hans við aðrar konur,“ heldur vinurinn áfram.

Auglýsing

Svo virðist sem Gwen hafi verið reið vegna þess hve Blake og Chloe Kohanski, sem vann The Voice, voru að vinna náið saman. Virtist hún ekki treysta Blake: „Blake sagði Gwen að hann ætlaði að fara í mánaðarlangt tónleikaferðalag (Country Freaks Tour) án hennar. Hún var vön að fara með honum svo þetta kollvarpaði öllu. Þau rifust heiftarlega og hann fór án þess að kveðja hana. Þetta var það sem gerði út um sambandið.“

Blake virðist þó hafa öxl til að halla sér að: Fyrrverandi eiginkonunni Miranda Lambert! Miranda er nú nýskilin og þau finna stuðning hjá hvort öðru: „Miranda hafði samband við Blake í textaskilaboðum. Þau sömdu frið og hafa verið að styðja hvort annað í sambandsslitunum. Þau hafa verið náin síðasta mánuðinn eða svo.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!