KVENNABLAÐIÐ

Cameron Diaz er hætt í leiklistinni

Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki leikið í mynd síðan 2014 og var það Annie. Það lítur út fyrir að hún vilji hafa hlutina þannig. Mun hún því fara á „eftirlaun“ 45 ára að aldri, samkvæmt vinkonu hennar, leikkonunnu Selmu Blair.

Auglýsing
Cameron og Selma
Cameron og Selma

Í nýju viðtali við Selmu sagði hún að Cameron sé hætt eftir áratuga langan feril: „Ég fékk mér hádegismat með Cameron um daginn. Við vorum að spjalla um myndina The Sweetest Thing. Ég hefði viljað gera framhald en Cameron er hætt að leika. Hún sagði bara: „Ég er hætt.“

„Ég meina, hún þarf ekkert að gera fleiri myndir. Hún á afskaplega gott líf. Ég veit ekki hvað þyrfti til að fá hana til baka. Hún er hamingjusöm.“

Þrátt fyrir að hún sé hætt í leiklistinni er hún samt ekki alveg búin að draga sig í hlé og geta aðdáendur hennar huggað sig við það. Fyrir nokkrum mánuðum vakti hún athygli á Women’s March ásamt Adele og Jennifer Lawrence.

Auglýsing

cam hæ