KVENNABLAÐIÐ

Russell Crowe heldur skilnaðaruppboð

Leikarinn Russell Crowe gerir upp skilnaðinn við fyrrum eiginkonu sína: Fimm ár eru síðan Russell Crowe skildi að borði og sæng við eiginkonu sína Danielle Spencer. Nú ætlar hann að halda uppboð sem kallast: „Listin að skilja“ og verður haldið í hinu fræga uppboðshúsi Sotheby’s. Munu þar vera boðnir upp 223 hlutir úr hans eigu, m.a. stríðskerran úr myndinni Gladiator.

Auglýsing

Munir á borð við úr, listaverk og skartgripi verða boðnir upp, en uppboðið mun fara fram þann 7. apríl næstkomandi. Dagurinn er sérvalinn en hann var bæði giftingardagur þeirra Russell og Danielle sem og 54. afmælisdagur Russells.

Russell og Danielle á góðri stund
Russell og Danielle á góðri stund

Í viðtali við The Daily Telegraph segir Russell að salan muni færa honum „hreinsun“ og muni „búa til pláss fyrir framtíðina.“

Segir hann: „Við höfum verið aðskilin í fimm ár og mun skilnaðurinn ganga í gegn um leið og uppboðið á sér stað. Við erum í samvinnu með uppeldi barnanna okkar, það er auðvelt fyrir okkur að vinna saman í einhverju svona.“

Meðal muna á uppboðinu er tíu milljón króna gulur demantshringur sem Russell keypti fyrir Danielle meðan þau voru gift: „Hann var ótrúlega dýr á þessum tíma. Þetta var samt ekkert sérstaklega vel heppnuð gjöf þar sem hún vildi ekki vera mikið með hann því hún var hrædd um að týna honum eða skemma hann,“ segir Crowe.

Auglýsing

Myndbrot úr Gladiator ásamt herklæðunum sem Russell klæddist sem skylmingaþrællinn Maximus verður einnig boðið upp.

Kerra úr Glatiator: 500-100.000 ISK

Dr. Martens skór úr Romper Stomper: 1,5 milljón

Ítölsk fiðla frá árinu 1890 sem Crowe notaði í Master and Commander sem Jack Aubrey er einnig á uppboði. Metin á um 15 milljónir ISK.

Fulltrúi Sotheby’s Geoffrey Smith segir að allir munirnir ættu að seljast á um sem samsvarar um 400 milljónum ISK.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!