KVENNABLAÐIÐ

Eineggja tvíburar giftast eineggja tvíburum!

Nei, þú ert ekki að sjá tvöfalt! Eineggja tvíburabræður báðu kærastanna sinna á sama degi og þau munu halda brúðkaupið öll saman…að sjálfsögðu! Josh og Jeremy Salyers, 34, hittu Brittany og Briana Deane, 31, á tvíburahátíð í ágúst 2017 og það var næstum ást við fyrstu sýn: „Þetta var ein af þessum töfrastundum,“ segir Briana, „fyrir mér var þetta eins og sýnt hægt, eins og í bíómynd. Við trúum því að við séum öll sálufélagar og við fundum öll fyrir þessari tengingu.“

Auglýsing

tvibb44

Nú er Briana trúlofuð Jeremy og Brittany Josh. Bræðurnir báðu systranna á meðan þau voru að taka upp heimildarmynd fyrir Inside Edition.

Briana og Brittany héldu að verið væri að taka upp auglýsingu en svo fóru báðir mennirnir á hnéin á sama tíma hjá Twin Lakes, Vancouver. Gerðist þetta þann 2.2. eða 2. febrúar og var það engin tilviljun.

tvibb33

Brittany sá fyrst myndarlegu bræðurna á Twins Days Festival í Twinsburg, Ohioríki í fyrra og þau fóru svo öll fjögur að spjalla á hótelinu sama dag. „Við komumst að því að þær voru mjög líkar okkur,“ sagði Josh í viðtali við The News Journal .

Auglýsing

tvibb22

Josh og Jeremy vinna saman í iðnaðarfyrirtæki og segja að fyrrverandi kærustur hafi aldrei skilið þá. „Við eiginlega vissum alltaf að við myndum ekki kvænast nema tvíburum.“ Briana og Brittany vinna saman á lögfræðistofu og voru líka sannfærðar um að þær myndu giftast tvíburum.

„Alveg síðan við vorum litlar stelpur vissum við að við myndum giftast eineggja tvíburastrákum!“ sagði Briana.

Pörun munu halda aftur til Twinsburg á þessu ári til að ganga í það heilaga.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!