KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lawrence búin að gifta sig!

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence er gengin í það heilaga með listaverkasalanum Cooke Maroney. Þau gengu í hjónaband þann 19.október í lúxusvillunni Belcourt of Newport, sem staðsett er á Rhode Island. Var höllin hönnuð 1894 og átti að líkja eftir veiðikofa Louis XIII konungs Frakka.

Auglýsing

Jennifer (29) og Cooke (34) skiptust á heitum fyrir framan 150 nána vini og fjölskyldu.

Auglýsing

Frægir vinir voru á staðnum, s.s. Adele, Camereon Diaz, Nicole Richie, Joel Madden og Kris Jenner, svo fáeinir séu nefndir. Sienna Miller og Bradley Cooper voru einnig á staðnum.

Cooke og Jennifer trúlofuðu sig í febrúar eftir minna en ár frá því þau kynntust. Jennifer hefur átt einhverja kærasta en ekkert sem hefur enst.

Þann 16. september fengu fjölmiðlar veður af því að þau ætluðu að gifta sig, enda voru þau hjá sýslumanni í New York að fá giftingarleyfi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!