KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að lúsin er svo þaulsetin

Flestir foreldrar kannast við lúsina sem gerir vart við sig nokkrum sinnum á ári í skóla barnanna. Það er næstum óhjákvæmilegt að fá lús einhvern tíma á lífsleiðinni, en er einhver leið til að koma í veg fyrir hana? Margir foreldrar yrðu eflaust afar fegnir!

Börn eru afskaplega opin fyrir að deila sínu persónulega svæði, það er bara staðreynd. Á skólatíma eru þau í nánd við aðra krakka öllum stundum. Það er líklegt að börnin deili hárbursta/höttum eða húfum. Það er ekki að undra að lúsin ferðist svo hratt!

Auglýsing

Eitt gæti haft meiri áhrif en þú heldur…sem inniheldur atriðið sem næstum allir hafa – og börnin þín líka. Já, barnið þitt notar sennilega snjallsíma reglulega. Samkvæmt Kidspot er upprisa „selfies“ eða sjálfsmyndanna orsök margra lúsasmita. Flestir eru afskaplega ánægðir að fá að vera með að taka mynd eða myndband, en þá er voðinn vís.

Þegar fólk er svo nálægt hvert öðru eru auknar líkur á að hausar snertist…sem þýðir að lúsasmit eru algengari! Í Bretlandi leiddi ein könnun í ljósa að 62% barna fengu lús af því að taka sjálfur, á móti 30% þeirra sem ekki höfðu tæknina til að bera.

Önnur börn eru líka líkleg til að fá lús: „Við erum með táninga þar sem höfuð snertast þegar sjálfa er tekin. Meira en við höfum séð áður. Þetta gerir útbreiðslu lúsarinna auðveldari en áður. Stelpur eru frekar í hættu en drengir því lýs geta ekki hoppað og smitast aðeins við snertingu. Stelpur eru einnig líklegri til að faðma hvor aðra sem eykur hættuna.“

Auglýsing

Foreldrar þurfa því að vera reiðubúnir að athuga höfuð barnsins því lúsin veldur kláða í aðeins 30% tilfella.“

Hér er gott ráð til að losna við lúsina!!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!