KVENNABLAÐIÐ

Svona losnarðu við lúsina á einfaldan hátt!

Ef þú ert foreldri þekkirðu fyrsta póst vetrarins frá skólahjúkrunarfræðingnum: Lúsin er mætt! Margir foreldrar og börn hafa þurft að eiga við þennan hvimleiða óboðna gest í gegnum tíðina, en fátt er til bjargar nema lúsadrepandi sjampó með öllu því sem fylgir.

Lúsin er ekki bara í hári skólabarna heldur fullorðinna líka, þar sem hún dreifir sér mjög hratt. Þrátt fyrir að lús sé enginn dauðadómur eru óþægindi á borð við kláða algeng. Þrátt fyrir að lúsasjampó virki í einhverjum tilfellum, þarftu að þvo fjölskyldunni oftar en einu sinni. Það er ekki ókeypis og þú neyðist til að kemba endalaust í leit að þessu eina eggi.

Auglýsing

Hvers vegna ekki að prófa önnur ráð?

Þetta ráð er ódýrara, laust við eiturefni og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur jafn lengi!

Það sem þú þarft:

Lúsakambur

Munnskol (Listerine er mjög gott)

Hvítvínsedik

Plasthettu eða poka yfir hárið

Handklæði

Auglýsing

Aðferð:

Bleyttu hárið með munnskolinu og pakkaðu hárinu í poka eða plasthettu. Láttu sitja í klukkustund. Lúsinni líkar ekki þessi sterka lykt.

Skolaðu hárið og bleyttu það svo með hvítvínsediki. Þanngi losnarðu við eggin. Leyfðu því að sitja í klukkustund.

Þvoðu nú hárið með sápu og kembdu það með lúsakambi.

Ef lýsnar koma frá skólanum, spreyjaðu dálitlu munnskoli í hárið áður en þau fara þangað. Þið ættuð að vera laus við lúsina á þennan hátt!

Heimild: Newsner.com