KVENNABLAÐIÐ

Ísbúðin sem allir hafa beðið eftir er opnuð aftur á Rauðarárstíg 41!

Íslendingar eru miklir ísunnendur, eins og flestir vita, sama hvaða árstíð á í hönd. Íbúar Norðurmýrar og Hlíða (og annarsstaðar í Reykjavík!) geta nú fagnað þar sem ísbúðin Herdís hefur opnað á nýjan leik, en hún er staðsett á Rauðarárstíg 41.

Auglýsing

Ísbúðin Herdís hefur ákveðna sérstöðu á íslenskum ísmarkaði, og hefur eigandinn, Ásgeir Herdísarson, útskýringu á því: „Stefnan í framtíðinni er að hafa „kalt kaffihús” í hverfinu. Við hlökkum til að bjóða upp á ís, vöfflur, kaffi, kökur og jafnvel eitthvað fleira.” og hlýtur það að þykja mikið tilhlökkunarefni! Herdís er ísbúð fyrst og fremst en úrvalið mun aukast á næstunni.

herd fors

Í mikilli veitingahúsaflóru hefur Herdís skapað sér sérstöðu og vill Ásgeir höfða til flestra hópa, hvaða mataræði sem þeir kjósa: „Við bjóðum upp á vegan og sykurlausa ísa sem eru algerlega ljúffengir. Við vitum að fólk hefur mismunandi áherslur í mataræði og viljum við mæta viðskiptavinunum af virðingu og skilningi.”

herdis5

Ísbúðin Herdís lokaði á tímabili og segir Ásgeir það hafa verið vegna persónulegra mála, en segir að stofnendur haldi nú ótrauðir áfram: „Nafnið Herdís er tilkomið vegna móður minnar Herdísar, sem nú er fallin frá. Við höldum nafni hennar á lofti með þessum hætti.”

herdis6

Fyrst þegar ísbúðin Herdís opnaði í lok sumars 2016 og átti starfsfólk erfitt með að ráða við álagið – bæði fólk og vélar voru ekki undirbúnar fyrir þá miklu aðsókn sem átti sér stað.

Auglýsing

Ásgeir ætlar að halda ótrauður áfram í ísgerð í ísbúðinni: „Það er auðvitað mikil samkeppni á þessum markaði. Við erum núna í startholunum og langar að mæta viðskiptavinunum á markaðnum. Okkur langar að taka ísgerðina skrefinu lengra með vegan- og ís fyrir sykursjúka. Þetta kemur allt með hækkandi sól,” segir hann bjartsýnn.

herdis2

Blaðamanni fýsir að vita hvort eitthvað hafi gerst í hinu sögufræga húsnæði sem ísbúðin Herdís er stödd í í dag, en söluturninn Draumurinn var þar áður í mörg ár: „Já, það er svolítið merkilegt,” segir Ásgeir en það virtist sem allt sem gæti bilað hafði bilað fyrstu dagana eftir opnun. „Það var kannski pínulítið eins og illur andi væri í húsinu…allt sem fór úrskeiðis gerði það, ítrekuð innbrot og fleira! Allt nema framleiðslan í sjálfu sér. Nú eru hinsvegar allir sáttir og allt gengur sinn vanagang.”

herdis8

Ásgeir lærði ísgerð í hinum virta skóla Carpigiani á Ítalíu þar sem hann lærði allt sem til þarf til að mæta ísdraumum Íslendinga: „Ég hef mikinn metnað í að láta fólki líða vel og hlakka til að bjóða fólki upp á veitingarnar í frábæru og þægilegu umhverfi á Rauðarárstígnum. Viðtökurnar sýna að við erum á réttri leið!”

Ísbúðin er á Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík
Ísbúðin er á Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík

Skemmtilegur leikur er nú í gangi á Facebook og hvetjum við ykkur til að líka við síðuna hér að neðan og taka þátt. Einnig er hægt að fá stimpilkort í búðinni sem veitir verulegan afslátt.

Ert þú að leita að vinnu? Sendu póst á Facebook – verið er að leita að starfsfólki!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!