KVENNABLAÐIÐ

Gwyneth Paltrow trúlofuð kærastanum!

Leikkonan Gwyneth hefur nú loksins tilkynnt trúlofun sína og kærastans, Brad Falchuck: „Við erum ótrúlega heppin að hafa hist og komið saman með allt okkar líf, sigra og sorgir. Það er góður grunnur fyrir heilbrigt og hamingjusamt samband“ segir í sameiginlegri tilkynningu parsins.

Auglýsing

Gula pressan hefur lengi verið að spá trúlofuninni, allt frá nóvember í fyrra: „Þau vissu bæði að þetta myndi gerast en það var enginn flýtir þar sem þau hafa bæði átt í löngum hjónaböndum áður,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður við Us Weekly á sínum tíma.

Þau Gwyn (45) og Brad (46) hafa verið að hittast í þrjú ár og eru nú að fagna nýjustu útgáfu GOOP tímaritsins sem Gwyn á.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!