KVENNABLAÐIÐ

„Loðnasta kona í heimi“ rakar andlitið til að giftast ástinni sinni

Taílensk kona, sem var eitt sinn titluð „loðnasta kona í heimi“ og kölluð Chewbacca hefur nú rakað á sér andlitið til að ganga í það heilaga.
Supatra „Nat“ Sasuphan er einungis 17 ára gömul en er haldin afar sjaldgæfum sjúkdómi sem kannast Ambras, einnig þekktur sem varúlfaheilkennið. Supatra hefur óhemju hárvöxt frá toppi til táar.

Auglýsing

Aðeins er vitað um 50 manneskjur sem hafa haft sjúkdóminn frá miðöldum.

Faðir Nat, Samrerng, staðfestir að dóttir hans hafi enn sjúkdóminn en hafi byrjað að raka sig eftir að hafa gifst ástinni í lífi sínu. Segir Natty á Facebook: „Þú ert ekki bara fyrsti elskhuginn minn heldur ást lífs míns.“

Nat er afar bjartsýn og við verðlaunaafhendingu Guinness árið 2010 sagðist hún ekki „líða öðruvísi en neinum og ég á mikið af vinum í skólanum.“

Hún sagði að toppurinn á tilverunni væri að vera „loðnasta kona í heimi“: „Að vera loðin gerir mig sérstaka,“ segir hún.

Auglýsing

Marco Frigatti frá Guinness sagði að hún væri þvílík fyrirmynd fyrir alla: „Hún er ótrúleg. Hún er stolt af því hver hún er og vill bara að komið sé fram við sig af sömu virðingu og aðrir. Hún er ekki með vandamál, bara þeir sem koma fram við hana eins og hún sé öðruvísi.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!