KVENNABLAÐIÐ

Raunveruleg ástæða þess að Britney Spears rakaði af sér hárið fyrir 12 árum síðan

Árið 2007 stormaði söngkonan Britney Spears inn á hárgreiðslustofu og fór að raka af sér sítt, ljóst hárið. Tattoomeistari sem var á staðnum hefur nú sagt frá öllu í nýrri heimildarmynd sem heitir Britney Spears – Breaking Point.

shave3

Britney var í sjálfsskaðandi hegðun árið 2007 og brotnaði algerlega niður. Hún var í 14 mánuði undir smásjá fjölmiðla og barátta hennar við geðsjúkdóm var mjög opinber. Milljón dollara prinsessan brotnaði niður fyrir framan heiminn og var flutt út af heimili sínum á börum.

Auglýsing

Ein helsta myndin sem situr í fólki var af henni rakandi af sér hárið. Britney hafði þá flúið meðferð í Antigua og birst heima hjá sínum fyrrverandi, Kevin Federline þar sem hún heimtaði að fá að sjá strákana sína, Sean og Jayden.

shave4

Henni var neitað og þá rauk hún á næstu hárgreiðslustofu og bað hárgreiðslukonuna Esther Tognozz að raka á henni hárið…fyrir framan meira en 70 paparazzi ljósmyndara. Reyndi Esther að tala hana af því en um leið og hún sneri við henni baki tók Britney sjálf rakvélina og rakaði hárið á sér sjálf. Lífverðir hennar gerðu ekkert. „Hún var með tvo lífverði með sér sem áttu að sjá um að enginn næði myndum af henni,” segir Esther, en þeir bara hlógu með papparössunum.

shave1

Það sorglegasta í þessu öllu var átakanlegt brosið á söngkonunni þegar hún áttaði sig á hvað hún hefði gert. Sagði hún þá: „Mamma á eftir að verða brjáluð.”

shave6

Næsta stopp var á tattoostofu en hún kom við á stúdíói Body and Soul Tattoo. Þar var tattoomeistarinn Emily Wynne-Hughes og hún man eftir að hafa heyrt „ótrúlegan hávaða” fyrir utan áður en Britney og fylgdarliðið kom inn.

Auglýsing

„Ég var ekki viss hvað var eiginlega að gerast fyrir utan, ég hélt það væri eitthvert uppþot. Flössin blikkuðu og svo opnaðist hurðin varlega og manneskja labbaði inn með hettu á höfði.”
Það var svo Emily sem fékk að heyra hvers vegna Britney rakaði af sér hárið.

„Ég sá að hún var hárlaus og ég man eftir að hafa spurt: „Af hverju rakaðirðu af þér hárið?” og svar hennar var dálitið skrýtið. Hún sagði: „Ég vil bara að enginn, enginn snerti á mér höfuðið. Ég vil ekki að neinn snerti á mér hárið. Ég er komin með ógeð á að fólk sé að koma við hárið á mér.”

shave11

Ímynd Britneyar, sem var mikils virði, var stjórnað af tónlistagramleiðendum síðan hún varð fræg með laginu Baby One More Time árið 1998.

Samkvæmt fréttum var öllu stjórnað, öllum smáatriðum útlits hennar til nærbuxnanna sem hún klæddist. Þar sem hún var þarna bara, að brotna niður, hafði teymið hennar engan áhuga á að skipta sér af: „Þeim var greinilega alveg sama. Ég fann bara fyrir ótrúlegri vanlíðan hennar og kvíða og neikvæðri orku. Þau voru bara einhvernveginn að bíða eftir slysinu gerast.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!