KVENNABLAÐIÐ

Leið yfir hármódel eftir að 30 sentimetrar voru klipptir af hári hennar án þess hún vissi af því

Fyrirsætan Ilayda vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún, í beinni útsendingu, var klippt. Var Ilayda þáttakandi í tyrkneska þættinum Kuaförüm Sensin sem þýðir einfaldlega „hárgreiðslumeistarinn minn.“

Auglýsing

Í einum af þættinum klippir hárgreiðslumaðurinn Bilal Ağın hár Ilaydu, en þau vantaði hár til að styrkja verkefni fyrir krabbameinssjúka.

Eini vandinn var að hann lét ekki Ilaydu vita.

Auglýsing

Mætti fyrirsætan með hár niður á bak, en endaði með hár niður að öxlum. Þegar Ilayda renndi höndunum í gegnum hár sitt áttaði hún á sig hvað hafði gerst. Hún rennir fingrunum nokkrum sinnum í gegnum hárið, svo brotnar hún algerlega niður. Þáttastjórnendurnir horfa forviða á.

Ilayda hendir af sér sloppnum og Bilal horfir brosandi vandræðalegur á gólfið. Svo ætlar hún að rjúka út, burt frá myndavélunum en fellur í gólfið þar sem aðstoðarkona kemur hlaupandi og kallar á hjálp. Allan tímann stendur Bilal og horfir á með hendur á mjöðmum.

Meira en 12 milljón manns hafa nú séð myndbandið og margir hafa sagt þetta alveg ægilegt: „Ég er ÖÖÖÖÖSKRANDI, ég skil þetta svo vel!“ sagði einn.

„Sástu hvað hún var með sítt hár? Hún þarf sálfræðimeðferð vegna þessa áfalls.“

Einhver grínaðist og sagði: „Þegar þú biður um að endarnir verði aðeins særðir, er þetta nákvæmlega það sem gerist.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!