KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Ellen Page gekk að eiga ástina sína, Emmu Portner

Hin þrítuga leikkona Ellen Page hefur gengið í það heilaga með Emmu Portner, danshöfundi. Ellen varð fræg á sínum tíma fyrir frábæran leik í myndinni Juno.

Var athöfnin ekki stór í sniðum og kom hún aðdáendum hennar á óvart: „Ég trúi ekki að ég geti kallað þessa einstöku konu eiginkonu mína,“ segir leikkonan. Emma sagði líka á Instagramminu sínu: „Ellen Page ÉG ELSKA ÞIG.“

Auglýsing

ellen p

Báðar póstuðu myndum af þessum gullfallegu hjónum.

Portner hefur hannað dansa fyrir Justin Bieber, en hún er einnig kanadísk. Ellen hefur leikið í mörgum myndum eftir Juni, m.a. X-Men myndunum, Inception og Whip it.

Við óskum þeim til hamingju!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!