KVENNABLAÐIÐ

Nokkrar staðreyndir um svefn sem þú vissir líklega ekki

Vissir þú að það sést á húðinni fáir þú ekki nægan svefn? Í kjölfar útgáfu bókar Ariönnu Huffington, The Sleep Revolution, eru hér nokkrar staðreyndir sem vert er að veita athygli.

huf1

Að vera vansvefta sést á þér

Bresk rannsókn sýndi að vansvefta konur, þ.e. þær sem ekki fá nægan svefn eru hrukkóttari og húðin er meira opin.

Könnuðu þau húð sömu kvenna eftir annars vegar átta tíma svefn og svo sex tíma svefn. Sáust fínar línur og hrukkur betur eða um 45%, lýti og roði jókst líka um 8-13% hjá þeim sem sváfu minna.

Auglýsing

huf3

 

Að vera vansvefta eykur matarlyst

Ein rannsókn sýnir að þeir sem fá ekki átta tíma svefn innbyrða 559 kaloríum meira en þeir sem fá nægan svefn. Þeir hafa heldur minna af “sedduhormóninu” leptín sem segir þér hvenær maginn er orðinn fullur. Þeir sem sváfu meira framleiddu meira af “hungurhormóninu” grelín sem eykur matarlyst.

Auglýsing

huf4

Fólk sem sefur meira stundar oftar kynlíf

Rannsókn framkvæmd af háskólanum í Kent State frá 2015 fundu út líkindi þarna á milli. Konur voru sérstaklega rannsakaðar og kynhvöt þeirra daginn eftir að svefntíminn var mældur. Hver auka klukkutími sofandi jók líkur um 14% á kynlífi með maka daginn eftir!

40% Bandaríkjamanna sofa minna en sjö klukkustundir að nóttu. 32-60% Breta sofa einnig minna en sjö tíma og tveir þriðju Japana sofa aldrei nóg.

huf2

 

Eftir 17-19 tíma vöku fara skynfærin að bregðast og er jafngildi þess að hafa .05% alkóhól í blóðinu. Vakir þú lengur en það væri það eins og að hafa 0.1% alkóhóls í blóðinu.

Umferðarslys sem orsakast vegna þreytu bílstjóra eru svipað mörg og jafn alvarleg og þeim sem ölvaðir ökumenn valda.

Einnig má nefna að sofir þú minna en fimm klukkustundir á nóttu eykur þú líkur þínar á dauðsföllum ýmiskonar um 15%

ariana huff

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!