KVENNABLAÐIÐ

Hin fullkomna ástarsaga…sem endaði sem martröð

Í nokkur ár bjó Nicole með afar heillandi manni, en eitthvað var samt alltaf að. Hún gat aldrei gert neitt rétt. Með tímanum fór hana að gruna að það væri ekki bara hún – heldur væri eitthvað að hjá honum. Þegar hún hitti eina af fyrrverandi kærustum hans small allt saman. Fyrrverandi kærastan hét Elísabet og Nicole segir sögu sína, svo hún.

Nicole:

Sumir virðast höndla það vel að deila lífinu með einhverri manneskju…þau eru sátt og friðsæl í viðurvist hvors annars. Tilhugsunin um samband hræðir mig samt óstjórnlega. Mörgum árum seinna fer ég í flækju við það eitt að heyra nafn míns fyrrverandi – þess heillandi manns sem ég hræddist og dáðist að í senn.

Auglýsing

Heillandi, gullfallegur maður hafði sagt að ég væri hans. Hann hafði allt sem mig gæti dreymt um í maka. Hann heillaði fólk upp úr skónum, honum gekk vel í vinnunni og mér var hleypt inn í þessa stórkostlegu veröld. Þegar ég var með þessum heillandi manni voru allar dyr opnar og við fengum alltaf bestu sætin – hvar sem var. Við ferðuðumst um heiminn vegna vinnu hans, gistum á bestu hótelunum og snæddum á fimm stjörnu veitingastöðum. Hann heillaði fólk á lífsleið sinni, það voru engar hindranir.

Ég brást honum hinsvegar.

Ég eyðilagði allt: Kvöldverði, samræður, afþreyingu, sumarfrí. Með því að minnast á nafn fyrrverandi, opna töskuna mína fyrir framan vini hans eða að heimta að fá að halda á vegabréfinu mínu eða peningum þegar við vorum erlendis.

Hann gat verið reiður svo dögum skipti. Óviðeigandi hegðun mín gaf hann upp, hann vissi ekki hvort hann gæti haldið áfram að vera með manneskju eins og mér því hann gæti gert miklu betur að hans sögn.

Ég eyðilagði líka jólin bara með því að vera „of heimsk og illgjörn” til að átta mig á hvað væri best fyrir hann.

Hann vildi ég myndi kaupa dýrar gjafir: „Þetta er bara 600.000 krónur. Notaðu sparnaðinn þinn,” sagði hann.

„En þetta er lífssparnaðurinn minn,” sagði ég. „Ég get ekki snert hann, það er ekki séns. Ég vil að þú sért hamingjusamur en ég hef ekki efni á þessu.”

Þessi heillandi maður grét – ég hafði brugðist honum og það var ekkert sem ég gat gert til að laga ástandið.

Hann svaf ekki mikið og ég ekki heldur. Ég mátti ekki „eyðileggja kvöldið” með því að fara að sofa á undan honum. Ef ég gerði það vakti hann mig snemma til að segja mér hvað væri að í sambandinu okkar og hvað ég væri að gera rangt. Ég var örþreytt. Mér fannst ég vera að fara í gegnum lífið í þoku, reyna að ná smá svefni hér og þar. Klósettið fyrir fatlaða varð minn helgistaður í hádeginu.

Af hverju fór ég ekki fyrr? Jú, hann var heillandi og fjölskyldan mín elskaði hann. Ég var á þessum aldri þar sem trúlofanir og giftingar voru mál málanna. Ættingjar mínir voru alltaf að segja mér: „Þú ert næst!” Tikk-takkið í klukkunni varð æ háværara.

Auðvitað tilbað ég manninn og það var ótrúlegt að þessi yndislegi maður hafði valið mig. Hann var í vanda og ég varð að hjálpa honum. Ég vissi ég olli honum vonbrigðum og ég þurfti að bæta mig. Ef ég fór út með vinum mínum læsti hann sig inni á skrifstofu, hreiðraði um sig undir leðursófanum. Ég fór því sjaldan út án hans.

Hann sagði mér að það væri auðvelt að fá aðra í minn stað, svo hann sýndi mér bréf og myndir frá konum sem vildu hann, svo ég grét og reyndi að verða betri kærasta. Þegar allt varð of mikið og ég reyndi að fara fór hann í fósturstellinguna fyrir framan útidyrahurðina og grét og öskraði. Ég átti ekki að fara, svo ég fór ekki. Ég sat fyrir framan hann og sagði að ég myndi lofa að gera betur.

Þetta var ofboðslega þreytandi. Samt – sambönd eru erfið og enginn er fullkominn.

„Þú átt aldrei eftir að gera betur, hann er fullkominn. Viljið þið ekki börn?” sagði fólk við mig. Ég komst þó á þann stað að ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram. Mér fannst eins og líkami og sál hefði gefist upp við að reyna að vera með þessum manni. Ég þyngdist en ég gat ekki farið í ræktina því ég mátti ekki fara frá honum. Maturinn huggaði mig. Ég hataði hugsunina um skilnað en fylltist einnig örvæntingu að þurfa að eyða lífinu með honum.

Loksins kom tækifæri til að fara frá honum. Ég gat pakkað dótinu mínu án þess hann fylltist samsæriskenningum. Með hjálp systur minnar gat ég tekið dótið mitt og keyrt í burtu. Ég féll saman á eldhúsgólfinu hennar.

Auglýsing

Það tók sálfræðimeðferð til að koma mér í skilning um að það sé ekki eðlilegt fyrir maka að taka baðherbergishurðina af hjörunum af því þú „fórst frá honum” til að fara á klósettið eða fara í bað.

Ég átti til að sitja í baði með bók til að fagna einsemd minni.

Þegar ég var með honunm var ég alltaf á klukkunni…hvenær gæti ég fengið nokkrar mínútur ein? Hann varð þess fljótt áskynja og í hvert skipti sem ég heyrði í skrúfjárninu grét hann og sagðist bara vilja vera með mér

Í hvert skipti sem ég sagði þessa hluti upphátt fór ég að heyra hversu mikið brjálæði þetta var, en þrátt fyrir það var þetta bara minn raunveruleiki.

Meðferðin opnaði nýjan heim fyrir mig og ég fór að átta mig á hugtökum eins og „sjálfsdýrkandi” og „ofbeldi.” Þetta var allt nýtt fyrir mér.

Mér var gert grein fyrir að ég hafði verið í sambandi með narsissista sem væri aldrei hægt að gera til geðs.

Ég áttaði mig á að ég var ekki rót allra vandamála – mér hafði verið falið ómögulegt verkefni.

Sálfræðingurinn minn ráðlagði mér að ég hefði samband við hans fyrrverandi. „Ha? En hún var klikkuð, hún réðist á hann.” Sálfræðingurinn kinkaði kolli og minnti mig á hvernig hann hefði snúið sannleikanum á ótal vegu. Hann var alltaf fórnarlambið, ekkert var hans sök í þeim raunveruleika sem hann hafði skapað.

Ég hafði samband við hans fyrrverandi, Elísabetu, sem bjó erlendis. Hún svaraði strax skilaboðunum mínum: „Já, ég vil tala við þig. Ég var að bíða eftir að þú hefðir samband.” Ég fann fyrir feginleik, loksins einhver sem skildi mig. Við töluðum í fjóra tíma og kláruðum setningar hvor annarrar.

Hún hafði einnig rætt við aðra fyrrverandi hans. Sögur af þunglyndi og sjálfsvígshótunum, en hann hafði aldrei verið einn lengi. Þessi heilandi maður var skipulega að eyðileggja líf þeirra. Ég heyrði í sláttuvélinni og krökkunum hennar í bakgrunni. Smá innsýn inn í fjölskyldulíf sem áður hafði verið ógnandi í mínum eyrum var allt í einu heillandi.

Nú er hann kominn með nýja kærustu. Mig langar að segja við hana: „Hlauptu! Það ert ekki þú, það er hann!” en fyrir henni er ég bara klikkuð fyrrverandi. Hún kemur þegar tíminn er kominn. Það sem ég get gert núna er að lifa lífinu dag fyrir dag, vonandi kemur hún einhvertíma til með að hafa samband.

Elísabet:

Árum áður hafði Elísabet fallið fyrir þessum heillandi manni. Hún var ung, menntuð, sjálfstæð og í góðri vinnu. Hún bjó í stórri borg og þráði að vera elskuð og elska. Hún átti ekki séns í þennan heillandi mann og átti á tímabili í „fullkomnu rómantísku sambandi” við hann. Svo einn daginn hafði hún pantað fallegan kjól og hárgreiðslu. Vinir hennar voru spenntir: Öskubuska er að fara á ball! En…dagsetningin breyttist allt í einu. Helgin stangaðist á við fjölskylduhelgi sem hafði verið plönuð mánuðum áður. „Æ, en leiðinlegt. Þú hlýtur að hafa ruglast á dagsetningum,” sagði hann. „Er þér ekki sama ég taki vinkonu mína með í staðinn? Hún er gamall vinur, við eigum okkur sögu. Ég vil ekki gera mig að fífli með að mæta einn…þetta er auðvitað þér að kenna.”

Auðmýking, lygar.

„Þetta er furðulegt,” sögðu vinkonur mínar. „Hefurðu gert honum eitthvað?”

Ég varði hann, ég ásakaði sjálfa mig. Hversu vitlaus var ég að rugla dagsetningunum svona?

Seinna – gjafirnar, blómvendirnir, verslunarferðirnar til að finna „viðurkvæmileg föt.” Hann hélt þessu yfir mér.

Út að borða rétt eftir ræktina: „Getum við haft kvöldmatinn klukkan átta, gerðu það? Svo ég hafi tíma til að fara í sturtu?”

„Æ, förum bara seinna,” sagði hann. „Það er greinilega ekki mikilvægt að eyða tíma með mér.”

Ég fór ekki í annan tíma í þrjú ár.

Þremur árum seinna var ég komin á „húð og kyn” með kynsjúkdóm. „Hversu mörgum hefurðu sofið hjá síðastliðin þrjú ár?” spurði hjúkrunarkonan mig. „Einn,” sagð ég. Hvernig gat þetta gerst? Þetta hlutu að vera mistök.

Mamma spurði: „Hefur hann lamið þig?” „Nei,” sagði ég og tár runnu niður kinnar mínar. „Nú, elskan, hann er í góðri vinnu, þið þurfið að finna út úr þessu, þú finnur engan betri, ha?”

Ég gat ekki flutt til baka heim í leiguhúsnæðið því hann var búinn að reyna við meðleigjandann minn. Hún sagði mér hvað gerðist og sagði mér að drulla mér í burtu en hvernig gat ég treyst henni? Hún vildi ábyggilega hafa hann bara fyrir sig.

Ég varð „veik” í vinnunni. Fór á geðlyf. „Batakveðjur,” stóð á korti frá vinnufélögunum: „Gott hann er að hugsa vel um þig.”

Hann hélt áfram eins og vanalega..fór í mat með vinnufélögum, karlkyns og kvenkyns. Eitt kvöldið var bílnum hans lagt í hliðargötu. Ég sá hann í bílnum með annari konu. Ég ældi í runna. Þvílík niðurlæging.

Hann sagðist vera saklaus og ég væri með ofsóknaræði. „Taktu töflurnar þínar,” var ráð hans til mín.

Árum seinna þegar ég skrifa þetta er ég enn með ónotatilfinningu…hvað ef? Hvað ef ég hefði hegðað mér betur? Hefðum við átt séns? „Þú ert eina konan sem ég hef elskað í raun og veru. Ég hefði látið þetta ganga en þú eyðilagðir allt.”

Hljóðin í sláttuvélinni í garðinum þar sem fallegu börnin mín eru að leika sér taka mig til baka heim. Einhver er í símanum sem hefur gengið í gegnum það sama og ég. Það er eins og að horfa í spegil, það sem gerist í lífi okkar verður allt í einu kristaltært.

Vonin – hreinsun og uppbygging.

Við erum ekki einar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!