KVENNABLAÐIÐ

Ben Affleck hættur með Lindsay Shookus: Þráir bara Jennifer Garner

Leikarinn Ben Affleck hefur ekki átt sjö dagana sæla eins og Sykur hefur greint frá. Fór hann í þriðju áfengismeðferðina sína á árinu nú í desember. Fékk hann, samkvæmt Radar, einhverja hugljómun í meðferðinni sem er í Malibu, Kaliforníuríki, og ætlar að hætta með kærustunni til skamms tíma, Lindsay Shookus.

Auglýsing

Drónamyndir sýna að Ben er sennilega fluttur aftur í húsið þar sem hann bjó áður og Jennifer Garner, hans fyrrverandi býr núna með börnunum þeirra. Ben hafði fjárfest í ástarhreiðri í New York með Lindsay, en hún er framleiðandi Saturday Night Live.

Lúxusbílasafn Bens er nú í aðkeyrslunni að höllinni þeirra í Pacific Palisades: „Ben er að grátbiðja Jen um að gefa honum séns, en hún ætlar ekki að lofa neinu fyrr en hann er orðinn alveg edrú og stabíll,“ segir vinur þeirra. „Hún myndi taka honum aftur en hún þarf mikla fullvissu áður.“

Auglýsing

Sagt er að Jennifer og Ben ætli að eyða jólunum með börnunum í Montana – svokallaður reynslutími. Sameining þeirra beggja myndi ekki koma vinum þeirra á óvart, en hún „mun bara gefa honum ákveðið marga sénsa í viðbót.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!