KVENNABLAÐIÐ

4-7-8: Aðferðin sem hjálpar þér að sofna á skömmum tíma

Sumir segja að þeir komist af með fjögurra til sex klukkustunda svefn á nóttu, en rannsóknir sýna að fólk sem fær ekki sjö stunda svefn á nóttu kann að vera geðstirðara og getur ekki einbeitt sér jafn vel og fólk sem fær sjö til níu stunda svefn á nóttu.

Hér er dásamlegt ráð sem kemur þér í draumalandið á undraverðum tíma!

Auglýsing

478

Það er kallað 4-7-8 öndunaraðferðin og er byggð á pranayama, gamalli indverskri hefð, sem þýðir einfaldlega „stýring öndunar.“ Hún er svona:

 

Settu tunguna í góminn, rétt fyrir aftan tennurnar og haltu henni þar allan tímann sem þú gerir æfinguna. Þú ættir að gera æfinguna a.m.k. fjórum sinnum.

Andaðu alveg út um munninn, búðu til blásturshljóð

Lokaðu munninum og dragðu inn andann og teldu upp að fjórum.

Haltu andanum inni og teldu upp að sjö

Andaðu út í gegnum munninn (tungan er enn á sínum stað, þú getur gert stút á varirnar ef þér finnst þetta skrýtið) og teldu upp að átta

Þetta var eitt skipti

Andaðu nú aftur inn og gerðu æfinguna fjórum sinnum.

Auglýsing

Þú andar alltaf inn hljóðlaust en andar út með hljóðinu út um munninn. Útöndun tekur tvisvar sinnum lengri tíma en innöndun. Þegar þú hefur notað öndunina í nokkur skipti kemst regla á þetta og þú finnur hvað þú róast niður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!