KVENNABLAÐIÐ

Crystal Harris, ekkja Hugh Hefner, mun ekki erfa neitt eftir hann

Hjónaband Hugh Hefner sem lést í gær og hinnar 31 árs gömlu Crystal Harris virðist ekki hafa verið hefðbundið. Gæti hafa verið um raunverulega ást að ræða? Þau voru virk á samfélagsmiðlum, póstuðu myndum af sér og virtust hafa áhuga á sömu hlutum. Hamingja, myndi einhver segja.

Ekkjan mun þó ekki erfa neitt eftir hann samkvæmt kaupmála en þau giftu sig á nýársdag 2012. Þau skrifuðu undir „brynvarinn“ samning þannig að auðævi Hefners sem teljast um 43 milljónir Bandaríkjadala, verður skipt á milli fjögurra barna hans, kvikmyndaskóla South Carolinaríkis og góðgerðarsamtaka.

Auglýsing

Movie night with @crystalhefner. Tonight’s Mansion movie is „Harvey.“ #playboymansion #easterweekend

A post shared by Hugh Hefner (@hughhefner) on

Hefner, þrátt fyrir að hafa verið umdeildur maður, hefur alltaf viljað leggja góðgerðamálum lið, nú síðast til að hjálpa fórnarlömbum fellibyljanna Harvey og Irma.

Það hlýtur þó að koma á óvart að Hugh eftirlét eiginkonu sinni ekkert. Það er þó ekki þar með sagt að hún fái ekkert fé vegna kaupmálans, þar sem það er líklegt að hann hafi ánafnað henni eitthvað í erfðaskránni. Crystal var aðeins 22 ára þegar hún fór að hitta Hugh. Þau ætluðu að ganga í það heilaga árið 2011 en hún hætti þá við. Þau náðu sáttum og giftu sig ári seinna.

Auglýsing

„Ég tek ekkert eftir aldursmuninum þegar ég er með Hef!“ sagði Crystal í viðtali við ET, „ef eitthvað er, þarf ég að halda í við hann!“ Parið var gift í 5 ár. Þetta var þriðja hjónaband Hugs, fyrst giftist hann Millie Williams og svo fyrirsætunni Kimberley Conrad. Hann átti börn, Christie og David úr fyrsta hjónabandi og Cooper og Marston frá því seinna. Var hann alltaf í góðu sambandi við sínar fyrrverandi. Kimberley meira að segja sat fyrir í Playboy og endurgerði forsíðuna sína frá 1988.

Crystal hefur verið þögul síðan Hugh lést. Hún hefur eytt Instagramreikningnum sínum og sett Twitterreikninginn á „private.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!