KVENNABLAÐIÐ

Bresk þingkona segir eyðslu Kate Middleton „ógeðslega“

Líkti bresku konungsfjölskyldunni við Kardashian fjölskylduna: Áberandi þingkona í Bretlandi, Emma Dent Coad, hefur opinberlega lýst andúð sinni á því að Kate Middleton kaupi sér kjóla. Hefur Dent Coad horn í síðu konungsfjölskyldunnar og hefur kallað hana „fáránlega.“ Í eitt skipti sagði hún hana vera á borð við Kardashian fjölskylduna (og átti það væntanlega ekki að vera hrós…)

Kate fór og keypti kjóla fyrir £170 = 25.000 ISK.

Auglýsing

Síðasta árás Dent Coad átti sér stað eftir fund hjá breska verkamannaflokknum þar sem hún sagði í viðtali við Sky News að eyðslusemi Kate væri „viðbjóðsleg“ (e. disgusting)

„Þetta eru matarinnkaup [£170] fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það er algert hneyksli. Þingmönnum finnst kerfið fáránlegt. Við ættum ekki að vera að borga neitt undir þau. Þetta er áróðursmaskína,“ segir þingkonan.

Auglýsing

Dent Coat sagðist hafa afþakkað boð um að hitta Elizabeth II dottningu og sagði það ætti ekkert að teljast til einhverra forréttinda.

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!