KVENNABLAÐIÐ

Hugh Hefner látinn, 91 árs að aldri

Hugh Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, er látinn. Lést hann á heimili sínu, Playboy Mansion af eðlilegum orsökum. Hann var 91 árs að aldri. Playboy tímaritið var stofnað fyrir meira en 60 árum og var alla tíð umdeilt, enda voru naktar konur inn á milli greina og viðtala.

Auglýsing

„Faðir minn lifði einstöku lífi sem brautryðjandi í fjölmiðlum og menningum og var bakvið menningar- og þjóðfélagsbyltingu sem stóð fyrir málfrelsi, mannréttindum og kynferðislegu frelsi,“ segir Cooper Hefner, sonur Hughs í yfirlýsingu.

Hugn skilur eftir sig konu sína Crystal, dótturina Christie og synina Cooper, David og Marston.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!