KVENNABLAÐIÐ

Nýjasta CoverGirl stúlkan er 69 ára!

Mikið er hún glæsileg! Maye Musk hefur verið fyrirsæta lengur en sumir lesendur eru. Samt segir hún þrátt fyrir fimm áratuga reynslu fyrir framan myndavélina að hún sé „rétt að byrja.“

Þú getur fylgst með Maye á Instagram þar sem hún tilkynnir: „Hver vissi, eftir öll þessi ár sem ég hef dáðst að flottu CoverGirl stelpunum, að ég myndi verða þar, 69 ára að aldri? Þetta sýnir bara, aldrei gefast upp. Takk CoverGirl að hafa mig með í hópnum ykkar með allskonar fólki. Fegurð er svo sannarlega fyrir konur á öllum aldri.“

Auglýsing

cogiilr

Maye er líka næringarfræðingur, fyrirlesari og stolt amma 10 barna. Er hún komin í hóp með Ayesha Curry, Issa Rae, Zendaya, og leikkonunni Sofia Vergara. Einnig er innan CoverGirl karlmaðurinn James Charles, og músliminn Nura Afia í fyrra.

Við getum ekki beðið eftir að sjá meira af henni!

Auglýsing