KVENNABLAÐIÐ

Átti kærasta í 10 ár og grunaði aldrei óhugnanlegt leyndarmál hans

Margir muna eftir þeirri stund þegar Kala Brown var bjargað úr gámi þar sem hún var hlekkjuð við hann um hálsinn. Önnur kona, Holly Eudy, hefur nú sagt frá því að hún hafi verið að hitta fjöldamorðingjann Todd Kohlhepp í 10 ár, en hafði ekki hugmynd um þessa svörtu hlið á manninum: „Ég vissi að eitthvað væri að, en ég gat ekki fest fingur á það,“ segir Holly í viðtali við Inside Edition.

Auglýsing

Todd var fasteignasali sem gekk vel og var hann handtekinn í nóvembermánuði 2016 eftir að kona sem hann rændi fannst hlekkjuð inni í gámi á lóð hans. Konan, Kala Brown, sagði að Todd hefði myrt kærastann hennar Charlie Carver og væri hann grafinn ásamt öðrum líkum á lóð hans.

Í maí á þessu ári játaði Todd Kohlhepp að hafa myrt sjö manns á 13 árum. Var hann dæmdur í sjöfalt ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Morðinginn
Morðinginn

„Hann veitti mér mikla athygli og mér leið eins og ég væri sérstök“ segir Holly. Þegar hún heyrði fréttirnar grunaði hana samt að hún hefði verið næsta fórnarlamb hans.

Auglýsing

Kala leyst úr haldi – Todd hafði nauðgað henni tvisvar á dag allan tímann sem hún var í haldi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!