KVENNABLAÐIÐ

Dularfullir Facebookpóstar týnds manns vekja óhug

Dularfullt mannshvarf verður æ dularfyllra: Ráðgátan um parið Charlie og Kala sem ekki hafa sést síðan í ágúst fær á sig óhugnanlegri blæ í ljósi þess að einhver er með aðgang að Facebooksíðu Charlies.

Charlie Carver 32 ára og Kala Brown þrítug að aldri eru frá South Carolina í Bandaríkjunum. Síðast fréttist til þeirra 31. ágúst en síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Þegar foreldrar þeirra náðu engu sambandi við parið var leitað í íbúð þeirra og þar fannst hundurinn þeirra, án matar og vatns. Lyf og gleraugu sem tilheyrðu Charlie fundust einnig.

Auglýsing

Degi seinna, eða 1. september fór einhver að pósta á Facebooksíðu Charlies.

ty3

Charlie og Kala sáust síðast þegar þau fóru frá vini sínum þann 30 ágúst síðastliðinn. Daginn eftir sást Charlie á eftirlitsmyndavél fara úr vinnunni. Það var dagurinn sem síðast til þeirra sást eða heyrðist. Parið hafði verið að hittast í einungis fáeina mánuði og höfðu nýverið flutt inn saman. Charlie var í skilnaðarferli.

Það sem mestan óhug vekur er að Facebooksíða Charlies varð eiginlega virk um leið og hann hvarf…grunsamlega virk. Fjölskyldumeðlimir telja að einhver annar en Charlie sé með aðgang að síðunni. Fólk reyndi að ná sambandi við þann sem skrifaði á síðuna og segist Charlie vera í lagi en kom þó fjölskyldumeðlimum saman um að þetta væri ekki hans stíll í skrifum. Engum símtölum var svarað frá ástvinum.

Notandinn skipti um prófílmynd
Notandinn skipti um prófílmynd

Þegar leitin færðist í aukana fór Facebooksíðan hans að verða æ virkari. Hann notaði sjaldan Facebook sjálfur en það vekur furðu að Kala notaði Facebook mun meira en ekkert hefur verið póstað síðan hún hvarf.

Þann 1 september var tilkynnt á síðunni að Kala og Charlie hefðu gengið í hjónaband. Einnig var póstað fréttum frá GoFundMe síðum sem leita að parinu. Þykir það benda til að einhver sem þekki parið sé með aðganginn og viti að því sé leitað. Skipt var um prófílmynd og póstaði notandinn furðulegum óviðkomandi linkum á grínsíður.

Auglýsing

Lögreglan leitar nú parsins og telur ekki ólíklegt að þau hafi lent í einhverjum vandræðum. Fáar vísbendingar eru um hvarf parsins, m.a. hefur bíll Charlies ekki fundist. Bíll Kala fannst og enginn hefur notað farsíma hennar síðan hún hvarf.

 

ty2

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!