KVENNABLAÐIÐ

„Kynþokkafulli fanginn“ er nú orðinn einhleypur

Árið 2014 hélt internetið vart vatni yfir kynþokkafulla glæpamanninum Jeremy Meeks. Síðan þá hefur hann fengið „uppreisn æru“ og fékk fjölda samninga við módelsamtök. Með sín bláu augu og skörpu höku vann hann hjörtu fjölda kvenna (og manna) og þegar hann slapp úr fangelsi var fjöldi fólks nakið að fagna honum.

Jeremy var allan tímann kvæntur en var kona hans hreint ekki hrifin af athyglinni sem hann fékk. Hefur hann starfað við fyrirsætustörf og grætt vel á því. Í síðustu viku, eins og Sykur greindi frá, var hann staðinn að framhjáhaldi með breska Topshop-erfingjanum Chloe Green.

Auglýsing

Kona hans, Melissa, (38) fékk nóg (eins og gefur augaleið) og fannst hún niðurlægð: „Ég veit það þarf tvo í tangó en hún vissi hann var giftur. Fyrir mér er það ófyrirgefanlegt. Öll veröld mín hefur verið rifin í tvennt. Hvað á ég að segja börnunum? Hjarta mitt brestur. Hvaða kona myndi gera annarri konu þetta? Hjónaband mitt var langt frá því að vera fullkomið, en ég hélt að því gæti verið bjargað.“

Melissa Meeks heldur áfram: „Ég fór í algert áfall. Mér var óglatt. Það var eins og spregja hefði sprungið og líf mitt var í tætlum. Ég hafði aldrei heyrt um Chloe Green. Ég hélt að Jeremy væri að vinna.“

Jeremy kom aftur til Los Angeles þann 3ja júlí og eyddi langri helgi með Melissu og börnunum: „Við tókum tal á veröndinni. Ég sagði honum hversu niðurlægð ég væri. Hann fór að afsaka sig – ekki fyrir framhjáhaldið heldur fyrir það hvernig ég frétti af því. Hann var óskammfeilinn og sagði: „Ég vildi óska þú hefðir ekki frétt svona af þessu.“ Þessar myndir munu vera í huga mér það sem eftir er.“

Auglýsing

Melissa segir hann hafa beðist afsökunar og hún hafi ekki átt þetta skilið: „Við töluðum um skilnað. Ég sagði honum að hjónabandinu yrði ekki bjargað. Hann var sammála því. Hjónabandið er búið.“

 

Heimild: Jezebel

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!