KVENNABLAÐIÐ

„Heitasti fangi í heimi“ staðinn að framhjáhaldi

Jeremy Meeks, myndarlegi fanginn sem öðlaðist heimsfrægð á einni nóttu, er slæmur strákur. Ekki hefur hann bara útlitið með sér heldur er hann einnig iðinn við kolann þegar kemur að kvenfólki. Var Jeremy staðinn að verki þegar hann fór erlendis að módelast og náðust myndir af honum í Tyrklandi kyssandi hina 26 ára Chloe Green, sem er erfingi Topshop/Topman veldisins. Papparassarnir spurðu Jeremy þegar hann lenti í Los Angeles á mánudag: „Fólkið vill vita hvað er í gangi með stelpuna sem þú varst að kyssa á bátnum,“ og Jeremy svaraði: „Ég gef ekkert komment núna, maður,“ á meðan hann rauk í burtu.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!