KVENNABLAÐIÐ

Ömurlegur fimmtugsafmælisdagur framundan hjá Nicole Kidman

Leikkonan Nicole Kidman mun fagna fimmtugsafmælinu sínu þann 20. júní næstkomandi. Það verður þó enginn gleðidagur, samkvæmt gulu pressunni, því börnin hennar, Isabella (24) og Connor (22), hafa neitað að mæta í afmælið og fagna með henni. Isabella og Connor eru ættleidd börn þeirra Tom Cruise og er sagt að þau hafi engan áhuga á að koma þar sem eiginmaður Nicole, Keith Urban stýrir veislunni og verður að sjálfsögðu á staðnum.

Connor og Isabella
Connor og Isabella

Nicole hefur reynt allt til að sannfæra elstu börnin sín að skipta um skoðun en það er ekki séns: „Nicole vill ekki trúa þessu – að hennar eigin börn ákveði að koma svona fram við hana. Hún vildi fagna með fjölskyldunni en nú þegar Connor og Isabella vilja ekki koma er allur vindur úr henni,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali.

Auglýsing

„Isabella er harðari en Connor. Hún hefur sagt þvert nei. Nicole bauðst til að borga fyrir einkaþotu sem myndi færa hana frá London til Nashville en Bella segir nei. Nicole er niðurbrotin út af þessu.“

nic3

Auglýsing

Ástæðan er talin vera hatrammar deilur barnanna við Keith. Börnin eru í Vísindakirkjunni eins og Tom og Nicole er hætt í henni. Þau eru mjög öflug í sínu starfi og svo líkar þeim ekki við Keith: „Bella hreinlega þolir hann ekki. Hún vill ekki mæta í boðið því hún veit að hún mun bara verða honum reið. Hún vill ekki að það gerist, hún treystir sér ekki til þess því hún er mjög þrjósk. Bella vill ekki sjá mömmu sína faðma Keith. Nicole sagði að Bella gæti verið á hóteli til að vera ekki undir sama þaki og hann en ekkert mun breyta skoðunum hennar, hún er bara þannig.“

nic2

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!