KVENNABLAÐIÐ

Japönsk prinsessa ætlar að giftast almúgamanni og afsala sér krúnunni

Japanska prinsessan Mako ætlar að afsala sér konunglegum skyldum til að giftast almúgamanni. Mako hitti Kei Komuro þegar þau lærðu saman í alþjóðlega kristilega háskólanum í Tokyo. Í dag vinnur Kei hjá lögfræðifyrirtæki en hefur þó einnig stundað fyrirsætustörf.

Auglýsing

Kei er samt ekki prins og þar af leiðandi getur Mako prinsessa ekki gifst honum, nema hún verði ekki prinsessa lengur. Konurnar í konungsfjölskyldunni hafa ekki leyfi til að giftast öðrum en konungbornum.

Nori prinsessa, sem nú heitir Sayako, gerði slíkt hið sama fyrir nokkru.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!