KVENNABLAÐIÐ

Koffínbeyglur eru það heitasta í New York þessa dagana!

Ekki eru allir A-manneskjur þannig ef kaffibolli er ekki nóg fyrir þig til að vakna gætu koffínbeyglur algerlega verið málið fyrir þig. Espresso Buzz Bagels eru fyrstu beyglurnar sem innihalda koffín. Einstein Bros Bagel keðjan hleypti þeim af stokkunum í síðustu viku og inniheldur hver beygla um 32 milligrömm af kaffi sem er kannski einn þriðji af koffínmagninu sem finna má í einum kaffibolla, plús 13 grömm af próteini. Það er vitanlega ekki nægilegt til að svala koffínþörf margra, þó þú fengir þér tvær, en þeir hjá Einstein Bros segja að blanda af koffíni og kolvetnum geti gefið þér ótrúlega orku.

koffin2

Eflaust ertu að velta fyrir þér hvernig dýrðin smakkast. Þó koffíninnihaldið sjálft sé lágt er kaffibragðið mikið…og bragðast eins og kaffi: „Þetta bragðast eins og ég hafi sett upp í mig skeið af kaffidufti,“ sagði einn. „Beyglan var eins og gúmmíkennt kaffi og ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt,“ sagði annar. „Ég elska kaffi,“ sagði sá þriðji. „Ég vildi bara óska að ég hefði kaffi til að drekka með beyglunni.“

Auglýsing

Hægt er að fá alls kyns álegg á beygluna, s.s. beikon, egg, ost og smjör. Hafa ber þó í huga að morgunmaturinn gæti slagað hátt í 600 kaloríur sem er meira en Big Mack á McDonalds.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!