KVENNABLAÐIÐ

Lisa Marie Presley fær lokaviðvörun vegna barnanna

Einkabarn poppgoðsins sáluga, Lisa Marie Presley, er nú að upplifa martröð hvers foreldris eftir að dómsúrskurður féll: Annaðhvort þarf hún að fara í meðferð eða hún missir átta ára tvíburadætur sínar. Ekki á af henni að ganga því hún er einnig í harðvítugri forræðisdeilu við barnsföður sinn, Michael Lockwood, en eins og Sykur greindi frá fannst mikið af barnaklámi í tölvunum hans.

„Lisa er algerlega stjórnlaus. Henni hefur verið skipað af dómara að fara í sex mánaða meðferð gegn áfengis- og eiturlyfjafíkn eða að minnsta kosti sækja stuðningsfundi en hún neitar að fara eftir því,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Allt fór í háaloft eftir að Michael, 55, reyndi inngrip vegna neyslu Lisu Marie ásamt móður hennar, Priscilla Presley. Var hún flutt á sjúkrahús í framhaldi eftir að hafa gleypt óhemju magn af lyfjum sem olli því að lifur hennar þoldi ekki meira. Michael hringdi svo í barnavernd til að fá aðstoð fyrir dætur sínar.

Auglýsing

Lisa varði nokkrum vikum á meðferðarstöð í Malibu, Kaliforníu í framhaldi. Forræðisdeilan náði svo nýju hámarki um páskahelgina þegar Lisa neitaði að afhenda Michael stúlkurnar en það hafði verið fyrirfram ákveðið að þær eyddu helginni með honum og móður hans, Vivian. Dómarinn féllst á að stúlkurnar yrðu hjá Lisu Marie þar til hún neitaði að taka eiturlyfjapróf og því fór sem fór.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!