KVENNABLAÐIÐ

Bróðir Eddie Murphy látinn

Charlie Murphy, eldri bróðir leikarans Eddie Murphy er látinn 57 ára að aldri. Hann var þekktur grínisti og lést af völdum hvítblæðis. Hafði hann verið að undirgangast geislameðferð og lést á spítala í New York, samkvæmt umboðsmanninum hans.

Charlie hafði verið aðalhöfundur Chappelle’s Show, með stjörnunni Dave Chappelle og einnig hafði hann stjórnað þáttum sem hétu Charlie Murphy’s True Hollywood Stories á sjónvarpsstöðinni Comedy Central, þar sem hann gerði grín að kynnum sínum við þekktar stjörnur níunda áratugarins eins og Prince og Rick James.

br eddi

Murphy var eina systkini Eddies og þeir léku saman í Saturday Night Live, en hann skrifaði einnig handrit margra bíómynda hans, s.s. Norbit.

Einnig lék hann í myndum á borð við Are We There Yet? og The Boondocks.

Kona Charlie, Tisha Taylor Murphy, lést árið 2009 eftir langa baráttu við krabbamein. Þau giftu sig árið 1997 og áttu tvö börn, dótturina Ava og soninn Xavier. Charlie átti einnig barn frá fyrra sambandi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!