KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey hætt með kærastanum vegna afbrýðisemi

Mariah Carey hefur nú bundið enda á skammvinnt samband við dansarann sinn, Bryan Tanaka. Samkvæmt TMZ var Bryan sjúklega afbrýðisamur út í gott samband hennar við hennar fyrrverandi, Nick Cannon sem hún á tvö börn með. Parið skildi árið 2014 en hafa ákveðið að vera góðir félagar fyrir börnin þeirra, Moroccan og Monroe sem eru sex ára í dag.

„Fjölskyldan" á Kids Choice Awards
„Fjölskyldan“ á Kids Choice Awards
Auglýsing

Virðist Bryan hafa fengið alveg nóg þegar Mariah fór með Nick og börnunum á rauða dregilinn fyrir Kids’ Choice Awards verðlaunahátíðina. Tanaka var alvarlega misboðið og fannst hann niðurlægður.

Nick hló að ástæðu skilnaðarins milli Bryan og Mariah: „Flestir menn öfunda mig. Ég er að grínast, en hey – ég veit ekkert um það. Fyrir mér er Mariah frábær móðir og við hugsum vel um börnin okkar. Það skiptir engu hver er í hennar eða mínu lífi líka. Við eigum börnin saman svo við verðum alltaf fjölskylda.“

mc3

Auglýsing

Mariah og Bryan fóru að hittast eftir að hún endaði trúlofun sína með milljónamæringnum James Packer.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!