KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey skilin við milljarðamæringinn James Packer

Söngfuglinn Mariah Carey trúlofaðist ástralska spilavítakónginum James Packer fyrir 10 mánuðum en nú virðist allt vera búið eftir rifrildi sem þau áttu í Grikklandi á dögunum. Þau hafa ekki talast við síðan þá.

Í yfirlýsingu frá herbúðum James segir að rifrildið hafi ekki snúist um framhjáhald eða eyðslu Mariah þar sem „James er einn stærsti viðskiptajöfur í heimi.“ Hvað svosem það á að þýða…

Þegar allt lék í lyndi
Þegar allt lék í lyndi
Auglýsing

Einnig var tekið fram að parið sé að reyna að ná saman aftur en viti ekki hvort það muni ganga. Í annarri yfirlýsingu mun verða skýrt nánar frá hvað þau taki sér fyrir hendur. Fjölskylduvinur Mariah sagði í viðtali við Woman’s Day að allt væri búið hjá þeim skötuhjúum: „James hafði miklar efasemdir um nýja raunveruleikaþátt Mariah og að hún myndi vilja sýna öllum inn í líf þeirra.“ Þátturinn verður frumsýndur í desember á þessu ári og var James tregur að taka þátt í þeim. Brúðkaupið átti að spila stóran part í seríunni ásamt tónleikaferðalögum hennar.

Margir hafa þó talið að Mariah sé afar eyðslusöm og þó James sé ekki nískur hafi eyðslan farið úr hófi fram þar sem Mariah tekur hlutina alltaf upp á annað stig. James og Mariah höfðu verið að hittast í ár áður en þau trúlofuðu sig í janúar 2016. Þau hittust fyrst á kvikmyndafrumsýningu í Aspen, Colorado. Þau eiga bæði tvö hjónabönd að baki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!