KVENNABLAÐIÐ

Örvingluð móðir setti lík dóttur sinnar í ferðatösku og henti út í sjó

Móðir rússnesku fyrirsætunnar, Katerina Laktinova sem þjáðist af lystarstoli, varð svo mikið um dauða hennar að hún setti lík dóttur sinnar í ferðatösku og henti henni út í sjóinn við strendur Ítalíu. Fundist líkamsleifar hennar af ítölskum sjómönnum utan við Rimini, og var líkami hennar „afar vannærður“ enda var hún ekki nema 35 kíló.

Móðir hennar, 48 ára gömul hjúkrunarkona, sagði að henni hafi orðið svo hryllilega um að sjá nakinn líkama dóttur sinnar að hún ákvað að setja líkið í ferðatösku og losa sig við það. Hún flaug svo aftur til Rússlands þar sem hún játaði fyrir vinkonu að hún hafi horft á lík hennar í heila viku og orðið algerlega frávita af sorg, en hún lést af völdum lystarstols.

Auglýsing
Katerina
Katerina

Grátandi játaði hún að „vilja afmá allar minningar um hana.“ Einnig sagði hún: „Hún er dáin. Ég horfði á hana í marga daga og missti hreinlega vitið, lokaði hana í ferðatösku og henti henni í vatnið.“ Vinkonan hringdi svo í lögregluna og sagði henni söguna.

Auglýsing

Katerina var 27 ára gömul og hafði lengi átt við lystarstol að etja. Hafði hún margsinnis verið lögð inn á spítala vegna ástands síns. Móðir hennar hafði miklar áhyggjur og vildi taka hana til Rússlands í meðferð. Faðir Katerinu, Alexander, vissi að hún þjáðist af sjúkdómnum en hélt ekki að ástand hennar hefði verið lífshættulegt: „Ég á myndir af henni, hún var í fínu formi og ljósmyndafyrirsæta. Hún hafði áhuga á dansi allt sitt líf. Ég er í sjokki.“

ano3

Ítalska lögreglan hefur nú hafið rannsókn á dauða hennar, hvort um glæpsamlegt athæfi hafi verið að ræða og hvort móðir hennar verði dregin til ábyrgðar vegna þess hún faldi líkið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!