KVENNABLAÐIÐ

Krabbameinssjúk móðir lést einum degi eftir að hafa fætt tvíbura

Móðir sem sigraðist á leghálskrabba tvisvar, þar með talið öðru sinni á meðgöngu, lést eftir að hjartað gaf sig einum degi eftir að hún fæddi tvíburana sína. Jamie Snider frá Kaliforníu fæddi tvíburana Camilu og Nica þann 16. mars síðastliðinn. Á meðan meðgöngu stóð þurfti hún að fara í geislameðferð til að sigrast á leghálskrabbameini sem hafði tekið sig upp aftur.

Auglýsing

Jamie sem á tvær eldri dætur hafði áður barist við krabbann og sigrað en það þurfti að fjarlægja annan eggjastokkinn. Því miður tók krabbameinið sig upp aftur meðan hún gekk með tvíburana. Bróðir hennar Chris Snider segir: „Hún gerði allt til að berjast á meðan hún var ólétt. Það var ekki hægt að gefa henni of mikið af geislum því það hefði haft of mikil áhrif á fóstrin. Hún gerði allt til að þessi börn myndu lifa. Hún gaf líf sitt fyrir þessi börn.“

Börnin fæddust eftir 33 vikna meðgöngu og voru afar smá en heilbrigð.

krabb inn

Þetta er afar sorglegt að sjálfsögðu en hjarta hennar gaf sig daginn eftir fæðingu. Tvíburarnir eru farnir af spítalanum og eru hjá fjölskyldu Jamie áður en þau fara til New Hampshire til að búa með föður sínum og eldri systrum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!