Hann er kominn úr meðferð, fyrrverandi eiginmaður Khloe Kardashian, Lamar Odom. Fyrrum leikmaður L.A. Lakers opnar sig um eiturlyfjameðferðina í nýjum þætti af The Doctors og segist ekkert annað vilja en fá fyrrverandi eiginkonu sína til baka. Dr. Travis Stork spyr Lamar: „Þar sem þú ert að horfa fram á við í lífi þínu núna, hverju hlakkar þú til?“ Eftir smástund segir Lamar: „Umm, til að vera hreinskilinn, þá vil ég konuna mína aftur.“

Eftir sjö ára hjónaband luku Khloe og Lamar skilnaði sínum í desembermánuði síðastliðnum. Skilnaðurinn dróst á langinn, m.a. vegna þess að Lamar tók of mikið af eiturlyfjum og endaði á spítala þar sem Khloe var við hlið hans. Khloe sótti fyrst um skilnað árið 2013 en hætti við eftir áfallið. Hún sótti aftur um skilnað í maímánuði árið 2016.

Auglýsing

„Þau hafa alltaf verið vinir en eru ekki eins náin og áður. Lamar er afskaplega þakklátur Khloe fyrir allt sem hún hefur gert fyrir hann en sambandið er ekki eins og áður. Þrátt fyrir að vera ekki í daglegum samskiptum er alltaf ást á milli þeirra. Þau hafa þó bæði horft fram á við og hafa ákveðið að ást þeirra ljúki á þessum tímapunkti,“ segir vinur þeirra í viðtali við E! News.

Khloe hefur nú fundið ástina í öðrum íþróttamanni. Tristan Thompson sem spilar fyrir  Cleveland Cavaliers. Hún elskar t.d. að elda fyrir hann! „Ég elska að elda feitar máltíðir, ég bara trúi á þær, “ og bætir við að Tristan sé stór maður og geti höndlað þær. „Það er svo gaman og allir koma og borða. Þau borða og það er það sem eldamennskan snýst um – þú átt að njóta hennar.“

Viðtalið verður frumsýnt hjá The Doctors þann 17. janúar.