KVENNABLAÐIÐ

Vinsæll bjútíbloggari deyr á furðulegan hátt

Í gullfallegu umhverfi lúxushótels á Bali átti harmleikur sér stað þar sem indónesíski bjútíbloggarinn Rini Cesillia, 26 ára, fannst látin á dögunum. Rini átti stóran aðdáendahóp á YouTube og Instagram þar sem hún bloggaði um snyrtivörur og fegurð.

a-bbl3

Auglýsing

„Okkur grunar að Cesillia hafi dáið af völdum rafstuðs…við erum að bíða eftir niðurstöðum úr krufningu hvort það hafi verið málið,“ segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Bali. Vinir Rini fundu hana nakta á gólfinu, enn með sturtuhausinn í hönd og brunasár á bringunni. Þrátt fyrir að um afar óvenjulegan dauðdaga sé að ræða er ekki útilokað að slíkt geti gerst þegar rafmagn er notað til að hita upp vatnið. Rannsókn var gerð árið 2015 sem sýndi að alvarleg atvik á borð við þetta geti gerst þegar rafmagn, frekar en aðrir orkugjafar, til að hita upp vatnið. Ef hátt rakastig er í umhverfinu eykur það enn á áhættuna, sem virðist hafa verið meinið á þessu hóteli.

a-bbl4

Aðdáendur Rinu hafa ausið samúðarskeytum á samfélagsmiðlum enda var hún afar vinsæl. Hér má sjá eina af síðustu færslunum hennar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!