KVENNABLAÐIÐ

Madonna segist enn elska Sean Penn

Madonna og Sean Penn skildu árið 1989 eftir fjögurra ára hjónaband. Nú hefur Madonna boðist til að giftast leikaranum aftur en þá fyrir rétt verð!

Madonna kom fram á sviði Art Basel góðgerðasamkomu í Miami og var að bjóða upp hluti til að safna fé fyrir Malawi sem er eitt fátækasta land Afríku. Aðrar stjörnur á svæðinu voru Leonardo DiCaprio, James Corden og hennar fyrrverandi – Sean Penn. Fólki var frekar brugðið þegar hún sagði: „Ég elska þig enn,“ eins og People greinir frá. 

Söngkonan bauðst til að giftast Sean aftur ef hann byði $150,000 í einn hlutanna sem var á uppboði. Parið vakti síðan mikla athygli þegar Sean handjárnaði sig við mitti Madonnu. Þau virðast allavega vera enn á góðum nótum, það er á hreinu hvert sem framhaldið verður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!