KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez fer að versla í náttfötunum og er flottari en nokkru sinni!

Hver önnur gæti náð því að líta jafn vel út í náttfötum á almannafæri? Söngfuglinn Selena Gomez fór út fyrir helgi í Santa Monica og verslaði smá. Náttfötin eru frá Olivia von Halle og kosta litlar 50 þúsund krónur og að sjálfsögðu toppaði hún dressið með svörtum jakka og háhæluðum skóm. Flestum hefði nú ekki dottið í hug að láta sjá sig svona á almannafæri en Selena lætur sér hvergi bregða. Svo var hún með hárið í tagli og fallega rauðan varalit. Ætli hún hafi bara vaknað svona?

nattf2

Auglýsing

nattf-1

Sjónarvottur segir að hin 24 ára söngkona hafi fengið sér að borða með vini á mexíkóskum stað áður en hún fór og verslaði í nokkrum búðum og svo fór hún í stúdíóið sitt. Selena hefur gert þetta nokkrum sinnum (sjá myndirnar) Árið 2015 var hún í dökkbláum náttfötum í París, rauðum hælum og alveg svakalega flott!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!