KVENNABLAÐIÐ

23 ár eru liðin síðan River Phoenix lést: Minning

Þann 31 október árið 1993 lést leikarinn River Phoenix, aðeins 23 ára að aldri. Þetta var vissulega fyrir daga Internetsins en einhvernveginn fréttist þetta ótrúlega skjótt.

River lést á Sunset Strip í Hollywood fyrir utan skemmtistaðinn The Viper Room. Vitað var að systir hans, Rain, reyndi munn-við-munn aðferðina við hann og bróðir hans Joaquin hringdi á neyðarlínuna.

Johnny Depp var nálægt ásamt bassaleikara RHCP, Flea. Einnig Christina Applegate og Samantha Mathis ásamt söngvaranum í Butthole Surfers.

Auglýsing

riv

Þrátt fyrir að vikur væru í niðurstöður krufningarinnar vissu allir að dánarorsökin voru eiturlyf í einni eða annarri mynd.

Aðdáendur leikarans fylgdust með honum í kvikmyndinni Stand by Me – ekta Seattle/grunge týpa með sítt hár og guðdómleg kinnbein. Kinnbein sem urðu síðan æ meira áberandi og benti til neyslu af einhverju tagi.

Þeim fannst þeir þekkja hann og dýrkuðu hann. Hann hafði eitthvað sem enginn annar hafði.

Outdoor headshot portrait of American actor River Phoenix (1970 - 1993), 1991. (Photo by Nancy R. Schiff/Getty Images)
River tveimur árum áður en hann lést

Andlit Rivers var einstakt – hátt fallegt enni, möndlulaga augu, hrukkótt enni fyrir aldur fram, munnur og varir til að deyja fyrir og þetta gullfallega nef.

Eins og James Dean lést hann langt fyrir aldur fram. 23 ára. Sumar myndirnar sem hann lék í voru auðvitað alger snilld: The Mosquito Coast, Stand by Me, A Night in the Life of Jimmy Reardon.

Frá vinstri til hægri: JERRY O'CONNELL, RIVER PHOENIX, WIL WHEATON, AND COREY FELDMAN IN STAND BY ME, 1986.
Frá vinstri til hægri: JERRY O’CONNELL, RIVER PHOENIX, WIL WHEATON OG  COREY FELDMAN Í STAND BY ME, 1986.

Á tökustað Stand by Me sagði meðleikari hans Wil Wheaton að River hefði verið „hrátt, tilfinningalegt opið sár” í öllum leik sínum enda var hann tilfinningavera.

River var vegan, umhverfisverndarsinni, tónlistarmaður, fíkill. Hann var greindur en ómenntaður. Alinn upp í ofsatrú. Honum var nauðgað þegar hann var einungis fjögurra ára gamall. Hann lék í 13 myndum, sumum frábærum, öðrum óbærilegum. Vinir og gagnrýnendur hafa sagt hann besta leikara af sinni kynslóð en við fengum ekki að njóta hans nógu lengi. Kannski var fullorðinslegasta hlutverkið hans í My Own Private Idaho, þar sem hann fann jafnvægi milli frjálslyndis og sjálfseyðileggingar.

Auglýsing

Fyrrverandi kærasta Rivers, Martha Plimpton, lýsti River ágætlega: „Hann var bara strákur. Góðhjartaður strákur sem var virkilega „fucked-up” og vissi ekkert hvernig hann ætti að útfæra framtíðarplönin sín.”

river-phoenix-death

River hefur nú verið dáinn jafn lengi og hann lifði – í 23 ár. Blessuð sé minning hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!