KVENNABLAÐIÐ

Auðug rússnesk hjón skildu og skiptu húsinu á milli sín…með múrvegg

Fráskilin hjón í Rússlandi hafa nú ratað á forsíður fjölmiðla eftir að hafa skipt rándýru setri á milli sín með múrvegg. Eiginkonan fyrrverandi getur nú ekki komist á efri hæðir hússins þar sem stiginn er þeim megin í húsinu sem maðurinn á.

Eftir skilnaðinn var hjónunum Margareta og Sergei Tsvitnenko, skipað að skipta þriggja hæða húsi á milli sín. Þau hafa verið í ýmsum málaferlum síðan þau slitu samvistum árið 2010 og segir Margareta að Sergei hafi reynt að neyða hana og 12 ára fatlaðan son þeirra út úr húsinu mörgum sinnum, m.a. með því að eiga við hitakerfi hússins.

russn2

Nýlega fann þó Sergei enn leiðinlegri leið til að valda þeim ama. Dómari gaf leyfi til þess að skipta húsinu í tvennt með múrvegg og mætti Sergei einn daginn með her af iðnaðarmönnum til að loka öllum sameiginlegum hurðum og eins og áður sagði – aðgangi konunnar að efri hæðum hússins.

Auglýsing

Margareta var við snæðing ásamt syni sínum einn morguninn þegar ósköpin dundu yfir. Hefur hún nú fengið frest til 17. mars árið 2017 til að byggja annan stiga til að komast að sínum helmingi af hæðunum að ofan. Dómari úrskurðaði að þetta væri leyfilegt – maðurinn fyrrverandi ætti jú helming hússins í bókstaflegri merkingu.

Allt þetta gekk fljótt fyrir sig og vinkona Margaretu varð innlyksa á hæðinni fyrir ofan en hún var sofandi á meðan þessu stóð. Þurfti að kalla til slökkvilið og lögreglu til að bjarga henni af hæðinni og tók það nokkra klukkutíma.

russn3

Þarf eiginkonan fyrrverandi að fara í mál við sinn fyrrverandi til að losna við vegginn. Hún hefur þó verið í málaferlum síðastliðin sex ár og það er ekki efst á óskalistanum, enda segistu hún einnig ekki hafa efni á því.

Sergei Tsivtnenko hefur ótakmarkaðan aðgang að sínum hluta hússins en kemur þangað sjaldan þar sem hann býr í íbúð með nýju konunni sinni.

Auglýsing

Af hverju, gæti fólk spurt, hafa þau ekki selt húsið og hætt þessari vitleysu? Fréttamenn frá Komsomolskaya Pravda spurðu Margaretu þessarar spurningar og þá svaraði hún að rússneski fasteignamarkaðurinn væri í hræðilegu ástandi: „Við myndum ekki fá gott verð fyrir húsið. Við viljum bæði græða á þessu.“

Að minnsta kosti eru þau þá sammála um einn hlut!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!