KVENNABLAÐIÐ

Sterkasta kaffi í heimi: 80 sinnum sterkara en venjulegur bolli

Kallast kaffið „Asskicker” (kannski réttnefni) og inniheldur 80 sinnum sterkara kaffi en í venjulegum bolla. Viscous kaffihúsið í Adelaide, Ástralíu, selur bolla af kaffi til aðdáenda og athugið: ÁTTATÍUFALDUR skammtur af koffíni er í einum bolla. Sumir hafa jafnvel sagt að hálfur bolli sé banvænn. Þeir sem hafa vandamál tengd hjartanu og of háum blóðþrýstingi er ráðið frá að fá sér kaffið.

Auglýsing

Espressóbolli frá kaffihúsinu inniheldur um 60 mg af koffíni. Asskicker inniheldur heil fimm grömm og segir eigandi Viscous Coffee, Steve Benington að orkan ætti að duga í 12-18 tíma. Ekki er mælt með að drekka allan bollann í einu (skiljanlega, ha?)

Benington fékk hugmyndina að Asskicker-kaffinu þegar hjúkrunarkona á neyðarvakt bað um eitthvað sem myndi halda henni vakandi á næturvaktinni „Hún drakk drykkinn í tvo daga og var vakandi í næstum þrjá. Ég setti samt minna magn af koffeini í alvöru Asskickerinn þegar ég bjó hann til.“

Auglýsing

Læknir nokkur í Ástralíu hefur varað við kaffinu, enda um ótrúlegan skammt af koffeini að ræða.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!